Audi býður kaffivél fyrir bíla Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2015 16:17 Ári handhæg þessi. Hver getur hugsað sér bílferð án kaffi? Að minnsta kosti ekki Audi. Audi hefur nú í boði kaffivél sem hellir uppá espresso kaffibolla úr örsmárri kaffikönnu sem sérstaklega er gerð fyrir bílferðir. Það tekur kaffikönnuna 2 mínútur að hella uppá eftir að hún er tengd við 12 volta tengi í bílnum. Ökumenn þurfa aðeins að muna eftir að hella vatni í vélina fyrir bílferðina og setja í hana þar til gerðar kaffifyllingar frá Illy kaffiframleiðandanum. Þessi forláta kaffivél kostar 199 evrur, eða um 30.000 krónur og telst því alls ekki ódýr. Með henni fylgja þó tveir kaffibollar, 18 kaffifyllingar, handklæði (til hvers er ekki ljóst) og taska utan um vélina. Audi kallar þessa kaffivél Espresso Mobil. Audi er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem selur svona kaffivélar en Fiat hóf sölu á ekki ósvipuðum grip fyrir nokkrum árum og var kaffið í þær frá Lavazza. Sú var enn dýrari en vélin frá Audi og kostaði 250 evrur. Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent
Hver getur hugsað sér bílferð án kaffi? Að minnsta kosti ekki Audi. Audi hefur nú í boði kaffivél sem hellir uppá espresso kaffibolla úr örsmárri kaffikönnu sem sérstaklega er gerð fyrir bílferðir. Það tekur kaffikönnuna 2 mínútur að hella uppá eftir að hún er tengd við 12 volta tengi í bílnum. Ökumenn þurfa aðeins að muna eftir að hella vatni í vélina fyrir bílferðina og setja í hana þar til gerðar kaffifyllingar frá Illy kaffiframleiðandanum. Þessi forláta kaffivél kostar 199 evrur, eða um 30.000 krónur og telst því alls ekki ódýr. Með henni fylgja þó tveir kaffibollar, 18 kaffifyllingar, handklæði (til hvers er ekki ljóst) og taska utan um vélina. Audi kallar þessa kaffivél Espresso Mobil. Audi er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem selur svona kaffivélar en Fiat hóf sölu á ekki ósvipuðum grip fyrir nokkrum árum og var kaffið í þær frá Lavazza. Sú var enn dýrari en vélin frá Audi og kostaði 250 evrur.
Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent