Audi býður kaffivél fyrir bíla Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2015 16:17 Ári handhæg þessi. Hver getur hugsað sér bílferð án kaffi? Að minnsta kosti ekki Audi. Audi hefur nú í boði kaffivél sem hellir uppá espresso kaffibolla úr örsmárri kaffikönnu sem sérstaklega er gerð fyrir bílferðir. Það tekur kaffikönnuna 2 mínútur að hella uppá eftir að hún er tengd við 12 volta tengi í bílnum. Ökumenn þurfa aðeins að muna eftir að hella vatni í vélina fyrir bílferðina og setja í hana þar til gerðar kaffifyllingar frá Illy kaffiframleiðandanum. Þessi forláta kaffivél kostar 199 evrur, eða um 30.000 krónur og telst því alls ekki ódýr. Með henni fylgja þó tveir kaffibollar, 18 kaffifyllingar, handklæði (til hvers er ekki ljóst) og taska utan um vélina. Audi kallar þessa kaffivél Espresso Mobil. Audi er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem selur svona kaffivélar en Fiat hóf sölu á ekki ósvipuðum grip fyrir nokkrum árum og var kaffið í þær frá Lavazza. Sú var enn dýrari en vélin frá Audi og kostaði 250 evrur. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
Hver getur hugsað sér bílferð án kaffi? Að minnsta kosti ekki Audi. Audi hefur nú í boði kaffivél sem hellir uppá espresso kaffibolla úr örsmárri kaffikönnu sem sérstaklega er gerð fyrir bílferðir. Það tekur kaffikönnuna 2 mínútur að hella uppá eftir að hún er tengd við 12 volta tengi í bílnum. Ökumenn þurfa aðeins að muna eftir að hella vatni í vélina fyrir bílferðina og setja í hana þar til gerðar kaffifyllingar frá Illy kaffiframleiðandanum. Þessi forláta kaffivél kostar 199 evrur, eða um 30.000 krónur og telst því alls ekki ódýr. Með henni fylgja þó tveir kaffibollar, 18 kaffifyllingar, handklæði (til hvers er ekki ljóst) og taska utan um vélina. Audi kallar þessa kaffivél Espresso Mobil. Audi er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem selur svona kaffivélar en Fiat hóf sölu á ekki ósvipuðum grip fyrir nokkrum árum og var kaffið í þær frá Lavazza. Sú var enn dýrari en vélin frá Audi og kostaði 250 evrur.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent