Enn ein ný útgáfa Range Rover Sport Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 11:31 Range Rover Sport HSE. Það er breytt úrvalið sem kaupendur Range Rover Sport geta valið á milli, en Land Rover hefur nú kynnt enn eina útgáfu bílsins, Range Rover Sport HST með 380 hestafla vél. Þessi útgáfa bílsins er skotið á milli hefðbundinnar V6 og V8 útgáfa hans. HST útgáfan er með 3,0 lítra V6 vél með keflablásara, en þetta er sama vél og finna má í Jaguar F-Type V-6 S coupe. Þessi vél er 40 hestöflum öflugri en venjulega V6 vélin í Range Rover Sport. Nýi bíllinn á þó langt í land í afli í samanburði við 510 hestafla V8 útgáfuna, en hann er einnig með öflugum keflablásara. Fjöðrun HST bílsins er stífari og bremsubúnaður bílsins er öflugri en í SE og HSE útgáfunum. HST útgáfan er á 21 tommu felgum í gráskyggðum lit. Grill bílsins er svartglansandi, sem og svuntuvörn bílsins og ýmislegt fleira breytt í ytra útliti hans sem aðgreinir bílinn frá öðrum útgáfum bílsins. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent
Það er breytt úrvalið sem kaupendur Range Rover Sport geta valið á milli, en Land Rover hefur nú kynnt enn eina útgáfu bílsins, Range Rover Sport HST með 380 hestafla vél. Þessi útgáfa bílsins er skotið á milli hefðbundinnar V6 og V8 útgáfa hans. HST útgáfan er með 3,0 lítra V6 vél með keflablásara, en þetta er sama vél og finna má í Jaguar F-Type V-6 S coupe. Þessi vél er 40 hestöflum öflugri en venjulega V6 vélin í Range Rover Sport. Nýi bíllinn á þó langt í land í afli í samanburði við 510 hestafla V8 útgáfuna, en hann er einnig með öflugum keflablásara. Fjöðrun HST bílsins er stífari og bremsubúnaður bílsins er öflugri en í SE og HSE útgáfunum. HST útgáfan er á 21 tommu felgum í gráskyggðum lit. Grill bílsins er svartglansandi, sem og svuntuvörn bílsins og ýmislegt fleira breytt í ytra útliti hans sem aðgreinir bílinn frá öðrum útgáfum bílsins.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent