Næsta kynslóð Cruze smíðuð í Mexíkó Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 10:05 Bílaverksmiðja Nissan í Mexíkó. General Motors ætlar að smíða næstu kynslóð Chevrolet Cruze í Mexíkó. Með því ætlar GM að nýta sér þann lága starfsmannakostnað sem þar er. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa snúið sér til Mexíkó til framleiðslu bíla sinna þar en í Mexíkó er einna lægstur kostnaður við framleiðslu bíla og nálægð Mexíkó við stóra bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og Kanada hjálpar að auki til. GM ætlar að fjárfesta fyrir 350 milljón dollara, eða 48 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó. Cruze verður reyndar einnig framleiddur í Ohio í Bandaríkjunum og í Gunsan í S-Kóreu fyrir markaðinn í Asíu. Toyota er einnig að fjárfesta í bílaverksmiðju í Mexíkó og Volkswagen hefur ákveðið að fjárfesta fyrir 137 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent
General Motors ætlar að smíða næstu kynslóð Chevrolet Cruze í Mexíkó. Með því ætlar GM að nýta sér þann lága starfsmannakostnað sem þar er. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa snúið sér til Mexíkó til framleiðslu bíla sinna þar en í Mexíkó er einna lægstur kostnaður við framleiðslu bíla og nálægð Mexíkó við stóra bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og Kanada hjálpar að auki til. GM ætlar að fjárfesta fyrir 350 milljón dollara, eða 48 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó. Cruze verður reyndar einnig framleiddur í Ohio í Bandaríkjunum og í Gunsan í S-Kóreu fyrir markaðinn í Asíu. Toyota er einnig að fjárfesta í bílaverksmiðju í Mexíkó og Volkswagen hefur ákveðið að fjárfesta fyrir 137 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent