Næsta kynslóð Cruze smíðuð í Mexíkó Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 10:05 Bílaverksmiðja Nissan í Mexíkó. General Motors ætlar að smíða næstu kynslóð Chevrolet Cruze í Mexíkó. Með því ætlar GM að nýta sér þann lága starfsmannakostnað sem þar er. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa snúið sér til Mexíkó til framleiðslu bíla sinna þar en í Mexíkó er einna lægstur kostnaður við framleiðslu bíla og nálægð Mexíkó við stóra bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og Kanada hjálpar að auki til. GM ætlar að fjárfesta fyrir 350 milljón dollara, eða 48 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó. Cruze verður reyndar einnig framleiddur í Ohio í Bandaríkjunum og í Gunsan í S-Kóreu fyrir markaðinn í Asíu. Toyota er einnig að fjárfesta í bílaverksmiðju í Mexíkó og Volkswagen hefur ákveðið að fjárfesta fyrir 137 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent
General Motors ætlar að smíða næstu kynslóð Chevrolet Cruze í Mexíkó. Með því ætlar GM að nýta sér þann lága starfsmannakostnað sem þar er. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa snúið sér til Mexíkó til framleiðslu bíla sinna þar en í Mexíkó er einna lægstur kostnaður við framleiðslu bíla og nálægð Mexíkó við stóra bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og Kanada hjálpar að auki til. GM ætlar að fjárfesta fyrir 350 milljón dollara, eða 48 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó. Cruze verður reyndar einnig framleiddur í Ohio í Bandaríkjunum og í Gunsan í S-Kóreu fyrir markaðinn í Asíu. Toyota er einnig að fjárfesta í bílaverksmiðju í Mexíkó og Volkswagen hefur ákveðið að fjárfesta fyrir 137 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent