Stig mætti á skriðdreka með milljón undirskriftir Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 14:39 Stuðningsaðilar þáttastjórnandans Jeremy Clarkson úr Top Gear afhentu milljón undirskriftir með táknrænum hætti í dag. Ekið var með lista þessara milljón aðdáenda á skriðdreka og uppúr honum stóð maður klæddur í einkennisfatnað Stig, sem enginn veit hver raunverulega er. Það var pólitíski bloggvefurinn Guido Fawkes sem safnaði öllum þessum undirskriftum og er þessi undirskriftarsöfnun eins sú stærsta sem um getur. Á Skriðdrekanum var hengdur borði sem á stendur "Bring back Clarkson." Hvort þessar undirskriftir munu einhverju breyta varðandi afstöðu stjórnenda BBC er óvíst, en víst er að Jeremy Clarkson á marga aðdáendur. Sjá má skriðdrekann koma með yfirskriftirnar til höfuðstöðva BBC fyrr í dag á meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent
Stuðningsaðilar þáttastjórnandans Jeremy Clarkson úr Top Gear afhentu milljón undirskriftir með táknrænum hætti í dag. Ekið var með lista þessara milljón aðdáenda á skriðdreka og uppúr honum stóð maður klæddur í einkennisfatnað Stig, sem enginn veit hver raunverulega er. Það var pólitíski bloggvefurinn Guido Fawkes sem safnaði öllum þessum undirskriftum og er þessi undirskriftarsöfnun eins sú stærsta sem um getur. Á Skriðdrekanum var hengdur borði sem á stendur "Bring back Clarkson." Hvort þessar undirskriftir munu einhverju breyta varðandi afstöðu stjórnenda BBC er óvíst, en víst er að Jeremy Clarkson á marga aðdáendur. Sjá má skriðdrekann koma með yfirskriftirnar til höfuðstöðva BBC fyrr í dag á meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent