„Risa S/O á @JoninaBirgis sem vippaði brjóstinu út fyrir Bigga löggu á B5 og sagði „skrifaðu pistil um þetta næst!” Grjóthart #FreeTheNipple“
Risa S/O á @JoninaBirgis sem vippaði brjóstinu út fyrir Bigga löggu á B5 og sagði 'skrifaðu pistil um þetta næst!” Grjóthart #FreeTheNipple
— Aslaug Sigurbjornsd (@aslaugarna) March 29, 2015
„Við byrjuðum eitthvað að grínast í honum og þykjast ætla að rífa niður bolinn,“ segir Jónína sem gekk skrefinu lengra. „Hann hristir eitthvað hausinn. Þá ákvað ég að fara alla leið með þetta.“
Aðspurð um viðbrögðin segir Jónína að ekki margir hafi séð þetta enda hafi hún aðeins berað brjóstin í örskamma stund.
„Stelpurnar í kring voru náttúrulega mjög ánægðar,“ segir Jónína. Biggi hafi hins vegar gengið „eitthvað vandræðalegur“ í burtu.
Bigi Lögga mættur á B5 og stelpur taka niður bolina og sýna honum brjóst! Íslenskar konur engum líkar #FreeTheNipple
— Aslaug Sigurbjornsd (@aslaugarna) March 29, 2015
„Það er frábært að sjá þessa samstöðu. Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína og vísar til uppákomunnar á b5.
Hún segist hafa talið í fyrstu að átakið myndi brenna út eftir einn dag.
„Svo hélt þetta áfram og svo er þetta ennþá. Ég sé fyrir mér að þetta muni taka einhvern tíma en að lokum takast. Ég vona það.“