Lífið

Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jónína og Biggi mættust á b5 um helgina.
Jónína og Biggi mættust á b5 um helgina. Vísir
Laganeminn Jónína Birgisdóttir tók sér ekki helgarfrí frá #FreeTheNipple átakinu. Hún gerði sér glaðan dag og skellti sér út á lífið á laugardaginn þar sem frægasti lögreglumaður landsins, Birgir Örn Guðjónsson eða Biggi lögga, var mættur á djammið. Biggi viðurkenndi sem kunnugt er að hann skildi ekki #FreeTheNipple átakið í pistli sem fór á flug.

Ok, kannski er ég bara ógeðslega gamaldags en ég skil ekki alveg þetta 'free the nipple“ dæmi. Ég veit vel að hugsunin...

Posted by Birgir Örn Guðjónsson on Thursday, March 26, 2015
„Ég man alveg eftir þessu,“ segir Jónína hlæjandi í samtali við Vísi um uppákomuna sem vinkona hennar úr laganáminu, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vakti athygli á á Twitter aðfaranótt sunnudags.

„Risa S/O á @JoninaBirgis sem vippaði brjóstinu út fyrir Bigga löggu á B5 og sagði „skrifaðu pistil um þetta næst!” Grjóthart #FreeTheNipple“

„Þetta var bara grín,“ segir Jónína. Þær hafi verið í góðum gír á b5 þegar Biggi mætta á svæðið ásamt vini sínum.

„Við byrjuðum eitthvað að grínast í honum og þykjast ætla að rífa niður bolinn,“ segir Jónína sem gekk skrefinu lengra. „Hann hristir eitthvað hausinn. Þá ákvað ég að fara alla leið með þetta.“

Aðspurð um viðbrögðin segir Jónína að ekki margir hafi séð þetta enda hafi hún aðeins berað brjóstin í örskamma stund.

„Stelpurnar í kring voru náttúrulega mjög ánægðar,“ segir Jónína. Biggi hafi hins vegar gengið „eitthvað vandræðalegur“ í burtu.

Jónína er afar ánægð með #FreeTheNipple herferðina og frábært að sjá hvernig stelpurnar hafi yfirtekið Twitter.

„Það er frábært að sjá þessa samstöðu. Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína og vísar til uppákomunnar á b5.

Hún segist hafa talið í fyrstu að átakið myndi brenna út eftir einn dag.

„Svo hélt þetta áfram og svo er þetta ennþá. Ég sé fyrir mér að þetta muni taka einhvern tíma en að lokum takast. Ég vona það.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×