Eiríkur Jónsson um „flottustu feministabrjóstin“: „Þetta var bara fyndið“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. apríl 2015 11:31 Ritstjóri Séð og heyrt segist fullviss um að María Ljilja Þrastardóttir, Margrét Erla Maack og Hildur Lilliendahl muni hlæja að umfjölluninni að lokum og sér ekki tilefni til að biðja þær afsökunar. Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt, segist fullviss um að hafa ekki sært Hildi Lilliendahl, Margréti Erlu Maack og Maríu Lilju Þrastardóttur með frétt sem hann ritaði undir yfirskriftinni „Flottustu feministabrjóstin“. Einungis hafi verið um húmor af hálfu blaðsins að ræða. „Húmorinn liggur kannski í að skipta út fallegustu í staðinn fyrir frægustu. Allt eru þetta orðaleikir og það er ekki á nokkurn hallað í sjálfu sér. Þetta var ekki neikvætt, þeim var hrósað,“ sagði Eiríkur í þættinum Harmageddon í dag.Umfjöllunin snerist um brjóstamyndir sem þær birtu af sér sem lið í #freethenipple. Í henni sagði meðal annars: „Barmfegurð þeirra hefur vonum vakið athygli enda konurnar þrjár svo fagurlega skapaðar að myndarleg brjóst þeirra nálgast fullkomnun.“Hlæja að fréttinni að lokum Hann sagðist hafa tekið þær þrjár fyrir því þær væru opinberar persónur og þekktir feminstar. Í ljósi þess sé það þeirra hlutverk að vera ósáttar við slíka umfjöllun en að þær myndu að öllum líkindum hlæja að þessu á endanum. Aðspurður hvort hann hefði einhvern tímann tekið myndir af öðrum konum, til að mynda menntaskólastúlkum sem komu „geirvörtubyltingunni“ svokölluðu af stað, svaraði hann: „Það hefði séð og heyrt aldrei gert. Aldrei.“Hlutirnir teknir úr samhengi Þá viðurkenndi hann að hafa tekið hlutina úr samhengi með þessari umfjöllun, en sagði það hlutverk blaðsins. Það fari ekki sömu leið og aðrir fjölmiðlar. „Það var ekkert ljótt við þetta. Þetta var ekkert slæmt og ekki niðrandi á nokkurn hátt. Þetta var bara fyndið.“ Eiríkur sagðist ekki sjá tilefni til að biðja þær stöllur afsökunar. „Hvað kölluðu þær mig? Endaþarm íslenskrar blaðamennsku.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. #FreeTheNipple Tengdar fréttir Gagnrýna „Flottustu femínistabrjóstin“ Birtu myndir sem Hildur Lilliendahl, Margrét Erla Maack og María Lilja Þrastardóttir birtu í tilefni #freethenipple. 4. apríl 2015 12:14 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt, segist fullviss um að hafa ekki sært Hildi Lilliendahl, Margréti Erlu Maack og Maríu Lilju Þrastardóttur með frétt sem hann ritaði undir yfirskriftinni „Flottustu feministabrjóstin“. Einungis hafi verið um húmor af hálfu blaðsins að ræða. „Húmorinn liggur kannski í að skipta út fallegustu í staðinn fyrir frægustu. Allt eru þetta orðaleikir og það er ekki á nokkurn hallað í sjálfu sér. Þetta var ekki neikvætt, þeim var hrósað,“ sagði Eiríkur í þættinum Harmageddon í dag.Umfjöllunin snerist um brjóstamyndir sem þær birtu af sér sem lið í #freethenipple. Í henni sagði meðal annars: „Barmfegurð þeirra hefur vonum vakið athygli enda konurnar þrjár svo fagurlega skapaðar að myndarleg brjóst þeirra nálgast fullkomnun.“Hlæja að fréttinni að lokum Hann sagðist hafa tekið þær þrjár fyrir því þær væru opinberar persónur og þekktir feminstar. Í ljósi þess sé það þeirra hlutverk að vera ósáttar við slíka umfjöllun en að þær myndu að öllum líkindum hlæja að þessu á endanum. Aðspurður hvort hann hefði einhvern tímann tekið myndir af öðrum konum, til að mynda menntaskólastúlkum sem komu „geirvörtubyltingunni“ svokölluðu af stað, svaraði hann: „Það hefði séð og heyrt aldrei gert. Aldrei.“Hlutirnir teknir úr samhengi Þá viðurkenndi hann að hafa tekið hlutina úr samhengi með þessari umfjöllun, en sagði það hlutverk blaðsins. Það fari ekki sömu leið og aðrir fjölmiðlar. „Það var ekkert ljótt við þetta. Þetta var ekkert slæmt og ekki niðrandi á nokkurn hátt. Þetta var bara fyndið.“ Eiríkur sagðist ekki sjá tilefni til að biðja þær stöllur afsökunar. „Hvað kölluðu þær mig? Endaþarm íslenskrar blaðamennsku.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Gagnrýna „Flottustu femínistabrjóstin“ Birtu myndir sem Hildur Lilliendahl, Margrét Erla Maack og María Lilja Þrastardóttir birtu í tilefni #freethenipple. 4. apríl 2015 12:14 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Gagnrýna „Flottustu femínistabrjóstin“ Birtu myndir sem Hildur Lilliendahl, Margrét Erla Maack og María Lilja Þrastardóttir birtu í tilefni #freethenipple. 4. apríl 2015 12:14