Óttast að háskólamenntaðir flýi land ingvar haraldsson skrifar 7. apríl 2015 12:38 Færri háskólamenntaðir fá starf við hæfi og hætta er talin á að þeir flýji land í auknum mæli. Skotur á starfsfólki menntuðu í ferðaþjónustu gæti staðið vexti greinarinnar fyrir þrifum. vísir/gva „Ef heldur fram sem horfir er raunveruleg hætta á að háskólamenntaðir flýi land,“ segir í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka. Bent er á að frá hruni hafi störfum sérfræðinga og sérmenntaðs starfsfólks ekki fjölgað. Þá hafi nær engin fjölgun orðið meðal embættismanna og stjórnenda. Hins vegar hafi háskólamenntuðum fjölgað um 18 prósent. Þessi þróun bendi til þess að háskólamenntaðir fari í störf í greinum á öðrum sviðum en menntun þeirra liggur. Mest hefur fjölgunin verið í þjónustu- og verslunarstörfum sem fjölgað hefur um nærri 6.000 frá árinu 2008 og má leiða líkur að því að stór hluti þess starfsfólks sé með háskólamenntun. „Þessi þróun gæti þýtt að sífellt fleiri eru ekki að nýta menntun sína beint í starfi,“ segir í greiningu Arion banka.Nemum í félagsráðgjöf fjölgað yfir 2000 prósent Þetta er þó misjafnt milli atvinnugreina, t.d. hafi verið mikil eftirspurn eftirstarfsfólki með gráðu í tölvunarfræði. Sama er þó ekki hægt að segja um lögfræði. „Nýverið sóttu 54 lögfræðingar um hálft starf hjá útfararstofu og árið 2013 fjallaði Lögmannablaðið ítarlega um slæma stöðu á vinnumarkaði fyrir lögfræðinga – sama ár og það voru 1.229 nemendur skráðir í lögfræði í háskólum landsins. Árið 1997 voru 440 nemendur skráðir í lögfræði svo aukningin nemur nærri því 200%. Á sama tíma hefur fjölgað um 145% í viðskiptafræði, 259% í sálfræði, 230% í uppeldis- og menntafræðum og 2.328% í félagsráðgjöf svo eitthvað sé nefnt,“ segir í greiningu bankans. Þó er bent á að atvinnuleysi sé minnst meðal háskólamenntaðra eða tæp 4 prósent. Atvinnuleysið sé þó mun meira en það var fyrir árið 2008. Atvinnuleysi háskólamenntaðra hafi verið nokkuð stöðugt frá hruni en atvinnuleysi meðal grunn- og framhaldskólamenntaðra hafi lækkað mikið. Það bendi til þess að háskólamenntaðir eigi erfiðara með en áður að finna sér starf við hæfi.Áhyggjur af skorti nema í iðngreinum og ferðaþjónustu Samhliða fjölgun nema í háskólanámi hefur iðnnemum ýmist fækkað eða fjöldi þeirra staðið í stað eftir iðngreinum. Þetta gæti bent til þess að skortur sé yfirvofandi meðal iðnaðarmanna að mati Arion banka. Þá er einnig bent að vel þurfi að fylgjast með þróuninni í ferðaþjónustu. Arion banki telur að ef ekki fáist nægjanlega menntað fólk til starfa í ferðaþjónustunni geti það staðið vexti í greininni fyrir þrifum. Þó hafi fjölgun nema í ferðamálafræði að mestu haldið í við fjölgun ferðamanna. Fleiri sæki einnig í nám í matreiðslu. Leiðsögunám njóti sífellt meiri vinsælda en nemum þar fjölgaði um 60% milli 2012 og 2013. Mun færri hafi sótt í nám á hótel- og þjónustubraut en enginn nemi var skráður í það nám árið 2013 samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
„Ef heldur fram sem horfir er raunveruleg hætta á að háskólamenntaðir flýi land,“ segir í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka. Bent er á að frá hruni hafi störfum sérfræðinga og sérmenntaðs starfsfólks ekki fjölgað. Þá hafi nær engin fjölgun orðið meðal embættismanna og stjórnenda. Hins vegar hafi háskólamenntuðum fjölgað um 18 prósent. Þessi þróun bendi til þess að háskólamenntaðir fari í störf í greinum á öðrum sviðum en menntun þeirra liggur. Mest hefur fjölgunin verið í þjónustu- og verslunarstörfum sem fjölgað hefur um nærri 6.000 frá árinu 2008 og má leiða líkur að því að stór hluti þess starfsfólks sé með háskólamenntun. „Þessi þróun gæti þýtt að sífellt fleiri eru ekki að nýta menntun sína beint í starfi,“ segir í greiningu Arion banka.Nemum í félagsráðgjöf fjölgað yfir 2000 prósent Þetta er þó misjafnt milli atvinnugreina, t.d. hafi verið mikil eftirspurn eftirstarfsfólki með gráðu í tölvunarfræði. Sama er þó ekki hægt að segja um lögfræði. „Nýverið sóttu 54 lögfræðingar um hálft starf hjá útfararstofu og árið 2013 fjallaði Lögmannablaðið ítarlega um slæma stöðu á vinnumarkaði fyrir lögfræðinga – sama ár og það voru 1.229 nemendur skráðir í lögfræði í háskólum landsins. Árið 1997 voru 440 nemendur skráðir í lögfræði svo aukningin nemur nærri því 200%. Á sama tíma hefur fjölgað um 145% í viðskiptafræði, 259% í sálfræði, 230% í uppeldis- og menntafræðum og 2.328% í félagsráðgjöf svo eitthvað sé nefnt,“ segir í greiningu bankans. Þó er bent á að atvinnuleysi sé minnst meðal háskólamenntaðra eða tæp 4 prósent. Atvinnuleysið sé þó mun meira en það var fyrir árið 2008. Atvinnuleysi háskólamenntaðra hafi verið nokkuð stöðugt frá hruni en atvinnuleysi meðal grunn- og framhaldskólamenntaðra hafi lækkað mikið. Það bendi til þess að háskólamenntaðir eigi erfiðara með en áður að finna sér starf við hæfi.Áhyggjur af skorti nema í iðngreinum og ferðaþjónustu Samhliða fjölgun nema í háskólanámi hefur iðnnemum ýmist fækkað eða fjöldi þeirra staðið í stað eftir iðngreinum. Þetta gæti bent til þess að skortur sé yfirvofandi meðal iðnaðarmanna að mati Arion banka. Þá er einnig bent að vel þurfi að fylgjast með þróuninni í ferðaþjónustu. Arion banki telur að ef ekki fáist nægjanlega menntað fólk til starfa í ferðaþjónustunni geti það staðið vexti í greininni fyrir þrifum. Þó hafi fjölgun nema í ferðamálafræði að mestu haldið í við fjölgun ferðamanna. Fleiri sæki einnig í nám í matreiðslu. Leiðsögunám njóti sífellt meiri vinsælda en nemum þar fjölgaði um 60% milli 2012 og 2013. Mun færri hafi sótt í nám á hótel- og þjónustubraut en enginn nemi var skráður í það nám árið 2013 samkvæmt tölum frá Hagstofunni.
Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira