Miklu ódýrari RAV4 með framhjóladrifi Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 10:30 Toyota RAV4. Toyota hefur nú hafið sölu á nýrri útfærslu hins vinsæla RAV4 bíls og er hann framhjóladrifinn, en hingað til hafa einungis boðist fjórhjóladrifnir RAV4. Að auki er þessi útfærsla bílsins beinskipt. Miklu munar í verði á þessari útfærslu bílsins og þess fjórhjóladrifna. Hann kostar aðeins 4.890.000 kr. en ódýrasta gerð fjórhjóladrifsútgáfunnar kostar 5.370.000 kr. en sjálfskipt bensínútgáfa bílsins með fjórhjóladrifi kostar 6.360.000 kr. en sá bíll er söluhæsta gerð RAV4 og hefur verið til langs tíma.1,5 milljónum ódýrariÞarna munar einni og hálfri milljón krónum og margir munu kætast við þessa nýju útgáfu RAV4 sem býðst á svo góðu verði. Ekki síst í ljósi þess að afskaplega lítið ber í milli á þessum tveimur gerðum bílsins að öðru leiti en fjórhjóladrifinu og sjálfskipiptingunni. Kaupendur þess nýja eru að fá sama rúmgóða bílinn með hárri sætisstöðu og heila 18,7 cm undir lægsta punkt og býsna duglegan bíl í snjó. Það sem kaupendur hans fá reyndar að auki er lægri eyðsla því að 126 hestafla og 2,0 lítra dísilvél hans er mjög eyðslugrönn og sannaðist það í reynsluakstri hans. Innanbæjar var hann að eyða 5,7 lítrum og verður það að teljast lág eyðsla fyrir svo myndarlegan bíl.Hljóðlátur og vel búinnÞrátt fyrir ekki svo háa hestaflatölu þá togar hún vel (310 Nm) og kemur bílnum í 110 km hraða á 10,5 sekúndum. Það er lág mengunartala þessa bíls, eða 128 g/km sem helst skýrir út gott verð hans, en fyrir vikið fellur hann í mjög lágan tollflokk. Það sem vakti einna mesta kátínu undirritaðs við akstur bílsins var hversu hljóðlátur hann er. Að auki reyndist beinskiptingin í bílnum svo lipur og skemmtileg að leita er að betra. Bíllinn er ákaflega vel búinn og kemur það á óvart fyrir svo ódýran stóran jeppling. Í raun var ekkert sem ég saknaði úr dýrari gerðum RAV4 bílanna, nema ef vera skildi rafdrifinna sæta og lyklalauss aðgengis, en það er hvort sem er prjál sem ekki telst 1,5 milljóna króna virði. Ef greinarritari myndi kaupa sér Toyota RAV4, yrði þessi ódýrasta útgáfa hans fyrir valinu. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
Toyota hefur nú hafið sölu á nýrri útfærslu hins vinsæla RAV4 bíls og er hann framhjóladrifinn, en hingað til hafa einungis boðist fjórhjóladrifnir RAV4. Að auki er þessi útfærsla bílsins beinskipt. Miklu munar í verði á þessari útfærslu bílsins og þess fjórhjóladrifna. Hann kostar aðeins 4.890.000 kr. en ódýrasta gerð fjórhjóladrifsútgáfunnar kostar 5.370.000 kr. en sjálfskipt bensínútgáfa bílsins með fjórhjóladrifi kostar 6.360.000 kr. en sá bíll er söluhæsta gerð RAV4 og hefur verið til langs tíma.1,5 milljónum ódýrariÞarna munar einni og hálfri milljón krónum og margir munu kætast við þessa nýju útgáfu RAV4 sem býðst á svo góðu verði. Ekki síst í ljósi þess að afskaplega lítið ber í milli á þessum tveimur gerðum bílsins að öðru leiti en fjórhjóladrifinu og sjálfskipiptingunni. Kaupendur þess nýja eru að fá sama rúmgóða bílinn með hárri sætisstöðu og heila 18,7 cm undir lægsta punkt og býsna duglegan bíl í snjó. Það sem kaupendur hans fá reyndar að auki er lægri eyðsla því að 126 hestafla og 2,0 lítra dísilvél hans er mjög eyðslugrönn og sannaðist það í reynsluakstri hans. Innanbæjar var hann að eyða 5,7 lítrum og verður það að teljast lág eyðsla fyrir svo myndarlegan bíl.Hljóðlátur og vel búinnÞrátt fyrir ekki svo háa hestaflatölu þá togar hún vel (310 Nm) og kemur bílnum í 110 km hraða á 10,5 sekúndum. Það er lág mengunartala þessa bíls, eða 128 g/km sem helst skýrir út gott verð hans, en fyrir vikið fellur hann í mjög lágan tollflokk. Það sem vakti einna mesta kátínu undirritaðs við akstur bílsins var hversu hljóðlátur hann er. Að auki reyndist beinskiptingin í bílnum svo lipur og skemmtileg að leita er að betra. Bíllinn er ákaflega vel búinn og kemur það á óvart fyrir svo ódýran stóran jeppling. Í raun var ekkert sem ég saknaði úr dýrari gerðum RAV4 bílanna, nema ef vera skildi rafdrifinna sæta og lyklalauss aðgengis, en það er hvort sem er prjál sem ekki telst 1,5 milljóna króna virði. Ef greinarritari myndi kaupa sér Toyota RAV4, yrði þessi ódýrasta útgáfa hans fyrir valinu.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent