Sjö sæta bíll frá Subaru á teikniborðinu Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 10:15 Subaru Outback skoðaður hátt og lágt. Subaru hefur nú sest að teikniborðinu og hyggst framleiða 7 sæta bíl sem keppa á við Toyota Highlander, Nissan Pathfinder og Honda Pilot og Bandaríkjamarkaði. Subaru framleiddi Tribeca jeppann á árunum 2006 til 2014, en framleiðslu hans var hætt vegna dræmrar sölu. Subaru áætlaði að hann myndi seljast í 36.000 eintökum í Bandaríkjunum á ári, en í fyrra seldist hann í 732 eintökum þar og 1.598 eintökum árið 2013. Nýr 7 sæta bíll frá Subaru verður því ekki byggður á hugmyndafræði Tribeca, heldur verður bíllinn fremur í ætt við hina söluháu Outback og Forester bíla, en stærri en þeir báðir. Sumir hafa kallað áætlaðan nýjan bíl Subaru „Grand Outback“, en alls ekki er þó víst að hann verði byggður á Outback. Það eitt er víst að bílnum verður að mestu beint að Bandaríkjamarkaði og það telja Subaru menn að sé eina leiðin til að tryggja góða sölu hans. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Subaru hefur nú sest að teikniborðinu og hyggst framleiða 7 sæta bíl sem keppa á við Toyota Highlander, Nissan Pathfinder og Honda Pilot og Bandaríkjamarkaði. Subaru framleiddi Tribeca jeppann á árunum 2006 til 2014, en framleiðslu hans var hætt vegna dræmrar sölu. Subaru áætlaði að hann myndi seljast í 36.000 eintökum í Bandaríkjunum á ári, en í fyrra seldist hann í 732 eintökum þar og 1.598 eintökum árið 2013. Nýr 7 sæta bíll frá Subaru verður því ekki byggður á hugmyndafræði Tribeca, heldur verður bíllinn fremur í ætt við hina söluháu Outback og Forester bíla, en stærri en þeir báðir. Sumir hafa kallað áætlaðan nýjan bíl Subaru „Grand Outback“, en alls ekki er þó víst að hann verði byggður á Outback. Það eitt er víst að bílnum verður að mestu beint að Bandaríkjamarkaði og það telja Subaru menn að sé eina leiðin til að tryggja góða sölu hans.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent