Kaupa Kínverjar Pirelli? Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 09:11 Formúlu 1 dekk frá Pirelli. Nú stefnir flest í það að kínverski dekkja- og hráefnaframleiðandinn ChemChina muni kaupa stóran hlut í ítalska dekkjaframleiðandanum Pirelli. Ef af verður væri það stærstu kaup kínversks fyrirtækis á ítölsku fyrirtæki hingað til. Meiningin með kaupunum er að sameina fyrirtækin tvö undir merkjum Pirelli og yrði fyrirtækið tvöfalt af stærð við þann samruna. Hlutafé í Pirelli er nú á almennum markaði. Engu að síður ætlar ChemChina að reyna að tryggja sér öll þau bréf sem núverandi stærsti einstaki hluthafi, Cam Finanziaria SpA, á ekki í félaginu. Eftir stæðu því tveir eigendur, en sá kínverski þó stærri. Bréf í Pirelli hafa hækkað við þessar fréttir, sem gerir áætlanir kínverska félagsins erfiðari. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent
Nú stefnir flest í það að kínverski dekkja- og hráefnaframleiðandinn ChemChina muni kaupa stóran hlut í ítalska dekkjaframleiðandanum Pirelli. Ef af verður væri það stærstu kaup kínversks fyrirtækis á ítölsku fyrirtæki hingað til. Meiningin með kaupunum er að sameina fyrirtækin tvö undir merkjum Pirelli og yrði fyrirtækið tvöfalt af stærð við þann samruna. Hlutafé í Pirelli er nú á almennum markaði. Engu að síður ætlar ChemChina að reyna að tryggja sér öll þau bréf sem núverandi stærsti einstaki hluthafi, Cam Finanziaria SpA, á ekki í félaginu. Eftir stæðu því tveir eigendur, en sá kínverski þó stærri. Bréf í Pirelli hafa hækkað við þessar fréttir, sem gerir áætlanir kínverska félagsins erfiðari.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent