Sala bíla jókst um 82% í mars Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2015 16:44 Meiri söluaukning varð í mars en á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. mars jókst um 81,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 977 bílar á móti 537 í sama mánuði 2014. Þar af voru 456 bílaleigubílar eða 46,6 % af heildarnýskráningum fólksbíla í mánuðinum. Sú jákvæða þróun er fór af stað á síðasta ári heldur áfram og er jafn stígandi í sölu nýrra bíla. Aukning er bæði í nýskráningum bíla til einstaklinga sem og bílaleiga samfara auknum ferðamannastraumi. Er það von Bílgreinasambandsins að þessi þróun haldi áfram svo fækka megi mengandi og óöruggum bílum í umferðinni. Þó nokkuð er samt enn í land en Ísland er með einn elsta bílaflota í Evrópu með meðalaldur uppá 12 ár. Í Evrópu er meðalaldur fólksbíla 8,4 ár segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. mars jókst um 81,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 977 bílar á móti 537 í sama mánuði 2014. Þar af voru 456 bílaleigubílar eða 46,6 % af heildarnýskráningum fólksbíla í mánuðinum. Sú jákvæða þróun er fór af stað á síðasta ári heldur áfram og er jafn stígandi í sölu nýrra bíla. Aukning er bæði í nýskráningum bíla til einstaklinga sem og bílaleiga samfara auknum ferðamannastraumi. Er það von Bílgreinasambandsins að þessi þróun haldi áfram svo fækka megi mengandi og óöruggum bílum í umferðinni. Þó nokkuð er samt enn í land en Ísland er með einn elsta bílaflota í Evrópu með meðalaldur uppá 12 ár. Í Evrópu er meðalaldur fólksbíla 8,4 ár segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent