Promens fer á milli Dalvíkur og Akureyrar á rafmagnsbíl Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2015 12:23 Búi Ármannsson hjá Promens tók á móti Kia Soul EV rafbílnum sem þeir Eyjólfur og Heimir frá bílaleigunni Höld afhentu. Promens Dalvík fékk á dögunum afhentan nýjan Kia Soul EV rafbíl frá bílaumboðinu Öskju og er mikil ánægja með hann norðan heiða. ,,Við erum mjög kátir með rafbílinn. Honum er mest ekið á milli Dalvíkur og Akureyrar og 120 km hleðslan dugar léttilega í það verkefni. Við leggjum áherslu á að lágmarka umhverfisáhrif fyrirtækisins og höfum á undanförnum árum tekið mikilvæg skref í þá átt að draga úr notkun kolefnisorkugjafa en auka vægi innlendrar grænnrar orku við framleiðslu á afurðum okkar. Það var því ánægjulegt að geta tekið eitt skref í viðbót og skipt díselknúnum bíl út fyrir Kia Soul rafbíl. Það sparar eldsneyti, mengunin er engin og svo er bíllinn bara mjög skemmtilegur í akstri að ógleymdri sjö ára ábyrgðinni sem hafði mikla þýðingu fyrir okkur þegar við tókum ákvörðun um það hvaða rafbíl skildi kaupa ,” segir Daði Valdimarsson, framkvæmdarstjóri hjá Promens Dalvík. Fyrirtækið er leiðandi í heiminum í hönnun og framleiðslu á hverfisteyptum einangruðum kerum sem nota má undir allar tegundir matvæla. Kia Soul EV hefur 145 km hámarkshraða og uppgefið hámarksdrægi við bestu aðstæður er um 212 km. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent
Promens Dalvík fékk á dögunum afhentan nýjan Kia Soul EV rafbíl frá bílaumboðinu Öskju og er mikil ánægja með hann norðan heiða. ,,Við erum mjög kátir með rafbílinn. Honum er mest ekið á milli Dalvíkur og Akureyrar og 120 km hleðslan dugar léttilega í það verkefni. Við leggjum áherslu á að lágmarka umhverfisáhrif fyrirtækisins og höfum á undanförnum árum tekið mikilvæg skref í þá átt að draga úr notkun kolefnisorkugjafa en auka vægi innlendrar grænnrar orku við framleiðslu á afurðum okkar. Það var því ánægjulegt að geta tekið eitt skref í viðbót og skipt díselknúnum bíl út fyrir Kia Soul rafbíl. Það sparar eldsneyti, mengunin er engin og svo er bíllinn bara mjög skemmtilegur í akstri að ógleymdri sjö ára ábyrgðinni sem hafði mikla þýðingu fyrir okkur þegar við tókum ákvörðun um það hvaða rafbíl skildi kaupa ,” segir Daði Valdimarsson, framkvæmdarstjóri hjá Promens Dalvík. Fyrirtækið er leiðandi í heiminum í hönnun og framleiðslu á hverfisteyptum einangruðum kerum sem nota má undir allar tegundir matvæla. Kia Soul EV hefur 145 km hámarkshraða og uppgefið hámarksdrægi við bestu aðstæður er um 212 km.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent