Ford stefnir að mikilli notkun koltrefja Finnur Thorlacius skrifar 17. apríl 2015 16:38 Ford GT er að mestu smíðaður úr koltrefjum, en það verður vonandi með fleiri bíla Ford á næstunni. Ford hefur skrifað undir samning við stóran framleiðanda koltrefja og hyggst nota það í miklu meira magni en bara í Ford GT ofursportbílinn, sem meira og minna er smíðaður úr koltrefjum. Koltrefjaframleiðandinn DowAksa, sem eru dótturfyrirtæki risafyrirtækisins Dow Chemical Co., mun útvega Ford koltrefjarnar og til stendur að verð þess sé fýsilegt til framleiðslu á bílapörtum, en það hefur hingað til komið í veg fyrir að þetta létta og sterka efni sé meira notað í bíla. Ford hefur sýnt það í verki að fyrirtækið leiti leiða til að létta bíla sína umtalsvert til að minnka eyðslu og mengun þeirra, aðallega með smíði þeirra vinsælasta bíls vestanhafs, Ford F-150 pallbílsins sem nú er meira og minna smíðaður úr áli. Því er þetta skref Ford það næsta í þessari viðleitni. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent
Ford hefur skrifað undir samning við stóran framleiðanda koltrefja og hyggst nota það í miklu meira magni en bara í Ford GT ofursportbílinn, sem meira og minna er smíðaður úr koltrefjum. Koltrefjaframleiðandinn DowAksa, sem eru dótturfyrirtæki risafyrirtækisins Dow Chemical Co., mun útvega Ford koltrefjarnar og til stendur að verð þess sé fýsilegt til framleiðslu á bílapörtum, en það hefur hingað til komið í veg fyrir að þetta létta og sterka efni sé meira notað í bíla. Ford hefur sýnt það í verki að fyrirtækið leiti leiða til að létta bíla sína umtalsvert til að minnka eyðslu og mengun þeirra, aðallega með smíði þeirra vinsælasta bíls vestanhafs, Ford F-150 pallbílsins sem nú er meira og minna smíðaður úr áli. Því er þetta skref Ford það næsta í þessari viðleitni.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent