Ford stefnir að mikilli notkun koltrefja Finnur Thorlacius skrifar 17. apríl 2015 16:38 Ford GT er að mestu smíðaður úr koltrefjum, en það verður vonandi með fleiri bíla Ford á næstunni. Ford hefur skrifað undir samning við stóran framleiðanda koltrefja og hyggst nota það í miklu meira magni en bara í Ford GT ofursportbílinn, sem meira og minna er smíðaður úr koltrefjum. Koltrefjaframleiðandinn DowAksa, sem eru dótturfyrirtæki risafyrirtækisins Dow Chemical Co., mun útvega Ford koltrefjarnar og til stendur að verð þess sé fýsilegt til framleiðslu á bílapörtum, en það hefur hingað til komið í veg fyrir að þetta létta og sterka efni sé meira notað í bíla. Ford hefur sýnt það í verki að fyrirtækið leiti leiða til að létta bíla sína umtalsvert til að minnka eyðslu og mengun þeirra, aðallega með smíði þeirra vinsælasta bíls vestanhafs, Ford F-150 pallbílsins sem nú er meira og minna smíðaður úr áli. Því er þetta skref Ford það næsta í þessari viðleitni. Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent
Ford hefur skrifað undir samning við stóran framleiðanda koltrefja og hyggst nota það í miklu meira magni en bara í Ford GT ofursportbílinn, sem meira og minna er smíðaður úr koltrefjum. Koltrefjaframleiðandinn DowAksa, sem eru dótturfyrirtæki risafyrirtækisins Dow Chemical Co., mun útvega Ford koltrefjarnar og til stendur að verð þess sé fýsilegt til framleiðslu á bílapörtum, en það hefur hingað til komið í veg fyrir að þetta létta og sterka efni sé meira notað í bíla. Ford hefur sýnt það í verki að fyrirtækið leiti leiða til að létta bíla sína umtalsvert til að minnka eyðslu og mengun þeirra, aðallega með smíði þeirra vinsælasta bíls vestanhafs, Ford F-150 pallbílsins sem nú er meira og minna smíðaður úr áli. Því er þetta skref Ford það næsta í þessari viðleitni.
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent