Nýr Hyundai i30 frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 17. apríl 2015 10:00 Hyundai i30. Hyundai við Kauptún í Garðabæ frumsýnir nýjan og breyttan Hyundai i30 nk. laugardag, 18. apríl milli kl. 12 og 16. Það sem breyst hefur í i30 er til að mynda endurhannaður framendi með nýju grilli, auk þess sem tíu arma álfelgur og LED skreytingar í þokuljósum er nú staðalbúnaður í Comfort útgáfum i30. Nú eru allar gerðir i30 með upphitað stýri og framsæti og handfrjálsan símabúnað. Auk þess eru sjálfvirk hornljós í aðalljósum staðalbúnaður, en þau kvikna um leið og bílnum er beygt og lýsa ljósin þá inn í það horn sem beygt er í til að auka yfirsýn og öryggi í akstri. Þá er meðal nýjunga tveggja kúplinga 7 þrepa sjálfskipting í Hyundai i30 sem eykur afl- og eldsneytisnýtingu bílsins auk þess að gera hann enn skemmtilegri í akstri. Nýju i30 bílanir eru fáanlegir með 1,4 l bensín- eða dísilvél í Classic útgáfu og 1,6 l bensín- eða dísilvél í Comfort útgáfu. Verð á nýjum Hyundai i30 er frá kr. 3.190.000. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent
Hyundai við Kauptún í Garðabæ frumsýnir nýjan og breyttan Hyundai i30 nk. laugardag, 18. apríl milli kl. 12 og 16. Það sem breyst hefur í i30 er til að mynda endurhannaður framendi með nýju grilli, auk þess sem tíu arma álfelgur og LED skreytingar í þokuljósum er nú staðalbúnaður í Comfort útgáfum i30. Nú eru allar gerðir i30 með upphitað stýri og framsæti og handfrjálsan símabúnað. Auk þess eru sjálfvirk hornljós í aðalljósum staðalbúnaður, en þau kvikna um leið og bílnum er beygt og lýsa ljósin þá inn í það horn sem beygt er í til að auka yfirsýn og öryggi í akstri. Þá er meðal nýjunga tveggja kúplinga 7 þrepa sjálfskipting í Hyundai i30 sem eykur afl- og eldsneytisnýtingu bílsins auk þess að gera hann enn skemmtilegri í akstri. Nýju i30 bílanir eru fáanlegir með 1,4 l bensín- eða dísilvél í Classic útgáfu og 1,6 l bensín- eða dísilvél í Comfort útgáfu. Verð á nýjum Hyundai i30 er frá kr. 3.190.000.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent