Íslendingar kaupa húsgögn og heimilistæki sem aldrei fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2015 12:57 Aukin greiðslukortavelta er talin til marks um aukna einkaneyslu. Vísir/Daníel Íslendingar virðast nú endurnýja húsgögn og heimilistæki sem aldrei fyrr. Sala á húsgögnum var fjórðungi meiri í mars en hún var í mars í fyrra og raftækjasala jókst um tæp 40 prósent. Mest var aukningin í sölu minni raftækja eða 59 prósent og í sölu snjallsíma, 52 prósent. Samkvæmt Rannsóknasetri verslunarinnar á Bifröst var raunvelta dagvöruverslana jafn mikil á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og hún var á sama tíma í fyrr. Þannig sést að ekki hefur átt sér stað samdráttur í matarinnkaupum í kjölfar hækkunar virðisaukaskatts á matvæli sem settur var á um áramótin. Verð raftækja er nú 13,5 prósentum lægra en það var í fyrra og svo virðist sem að lækkun vörugjalda á þau hafi enn frekar aukið sölu þeirra eftir áramót. Á fyrstu þremur mánuðum ársins jókst sala raftækja um 34 prósent af raunvirði. Lítill vöxtur er í byggingavöruverslun og virðist sem að vörugjaldalækkunin hafi ekki komið fram þar með sama hætti og í raftækjum. Greiðslukortavelta heimilanna jókst um 8,7 prósent í mars frá mars í fyrr og erlend greiðslukortavelta jókst um 42,5 prósent. Greiningaraðilar telja þetta til merkis um aukna einkaneyslu. Sala áfengis jókst um 5,9 prósent og fataverslun um 4,1 prósent. Velta húsgagnaverslana var 24,6 prósentum meiri á föstu verðlagi og jókst um 20 prósent á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana jókst um 18,7 prósent og velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn jókst um 13,0 prósent á föstu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur lækkað um 3,7 prósent á síðustu 12 mánuðum. Velta í sölu á tölvum jókst um 18,4 prósent í mars á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og farsímasala jókst um 52,2 prósent. Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, jókst um 58,6 prósent á föstu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, jókst um 34,4 prósent á milli ára. Verð á raftækjum lækkaði á síðustu 12 mánuðum um 13,5 prósent. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Íslendingar virðast nú endurnýja húsgögn og heimilistæki sem aldrei fyrr. Sala á húsgögnum var fjórðungi meiri í mars en hún var í mars í fyrra og raftækjasala jókst um tæp 40 prósent. Mest var aukningin í sölu minni raftækja eða 59 prósent og í sölu snjallsíma, 52 prósent. Samkvæmt Rannsóknasetri verslunarinnar á Bifröst var raunvelta dagvöruverslana jafn mikil á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og hún var á sama tíma í fyrr. Þannig sést að ekki hefur átt sér stað samdráttur í matarinnkaupum í kjölfar hækkunar virðisaukaskatts á matvæli sem settur var á um áramótin. Verð raftækja er nú 13,5 prósentum lægra en það var í fyrra og svo virðist sem að lækkun vörugjalda á þau hafi enn frekar aukið sölu þeirra eftir áramót. Á fyrstu þremur mánuðum ársins jókst sala raftækja um 34 prósent af raunvirði. Lítill vöxtur er í byggingavöruverslun og virðist sem að vörugjaldalækkunin hafi ekki komið fram þar með sama hætti og í raftækjum. Greiðslukortavelta heimilanna jókst um 8,7 prósent í mars frá mars í fyrr og erlend greiðslukortavelta jókst um 42,5 prósent. Greiningaraðilar telja þetta til merkis um aukna einkaneyslu. Sala áfengis jókst um 5,9 prósent og fataverslun um 4,1 prósent. Velta húsgagnaverslana var 24,6 prósentum meiri á föstu verðlagi og jókst um 20 prósent á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana jókst um 18,7 prósent og velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn jókst um 13,0 prósent á föstu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur lækkað um 3,7 prósent á síðustu 12 mánuðum. Velta í sölu á tölvum jókst um 18,4 prósent í mars á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og farsímasala jókst um 52,2 prósent. Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, jókst um 58,6 prósent á föstu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, jókst um 34,4 prósent á milli ára. Verð á raftækjum lækkaði á síðustu 12 mánuðum um 13,5 prósent.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira