Bílaframleiðendur hópast til Mexikó Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2015 10:10 Framleiðsla Toyota Corolla mun færast frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Sífellt fleiri bílaframleiðendur reisa nú verksmiðjur í Mexíkó, þar sem ódýrara er að framleiða bíla en í núverandi verksmiðjum þeirra. Toyota tók nýlega ákvörðun um að reisa þar verksmiðju sem framleitt getur 200.000 bíla ári og kostar 140 milljarða króna að setja upp. Auk þess ætlar Toyota að stækka aðra verksmiðju sem fyrirtækið á í Mexíó sem eykur framleiðslugetuna um 100.000 bíla og kostar sú stækkun 70 milljarða króna. Þetta gerir Toyota kleift að framleiða 10,2 bíla á ári. Framleiðslukostnaður þeirra bíla sem framleiddir verða í þessum verksmiðjum mun lækka um 20% og tryggir það aukna framlegð af sölu þeirra. Flestir af þeim bílum sem framleiddir eru í Mexíkó eru ætlaðir til sölu í Bandaríkjunum, en einnig í Kanada og S-Ameríku. Framleiðsla ódýrari bíla Toyota mun flytjast í þessar nýju verksmiðjur en framleiðsla dýrari bíla Toyota verður í meira mæli flutt í núverandi verksmiðjur Toyota í Bandaríkjunum og Kanada. Á síðustu tveimur árum hafa Honda, Nissan og Mazda opnað verksmiðjur í Mexíkó og Ford mun brátt tilkynna um nýja 350 milljarða króna verksmiðju í Mexikó. Hyundai er einnig að íhuga að reisa þar nýja verksmiðju. Kia ætlar að opna nýja verksmiðju þar á næsta ári sem kosta mun 140 milljara króna og Volkswagen ætlar að eyða sambærilegu fé til stækkunar á verksmiðju sinni þar. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Sífellt fleiri bílaframleiðendur reisa nú verksmiðjur í Mexíkó, þar sem ódýrara er að framleiða bíla en í núverandi verksmiðjum þeirra. Toyota tók nýlega ákvörðun um að reisa þar verksmiðju sem framleitt getur 200.000 bíla ári og kostar 140 milljarða króna að setja upp. Auk þess ætlar Toyota að stækka aðra verksmiðju sem fyrirtækið á í Mexíó sem eykur framleiðslugetuna um 100.000 bíla og kostar sú stækkun 70 milljarða króna. Þetta gerir Toyota kleift að framleiða 10,2 bíla á ári. Framleiðslukostnaður þeirra bíla sem framleiddir verða í þessum verksmiðjum mun lækka um 20% og tryggir það aukna framlegð af sölu þeirra. Flestir af þeim bílum sem framleiddir eru í Mexíkó eru ætlaðir til sölu í Bandaríkjunum, en einnig í Kanada og S-Ameríku. Framleiðsla ódýrari bíla Toyota mun flytjast í þessar nýju verksmiðjur en framleiðsla dýrari bíla Toyota verður í meira mæli flutt í núverandi verksmiðjur Toyota í Bandaríkjunum og Kanada. Á síðustu tveimur árum hafa Honda, Nissan og Mazda opnað verksmiðjur í Mexíkó og Ford mun brátt tilkynna um nýja 350 milljarða króna verksmiðju í Mexikó. Hyundai er einnig að íhuga að reisa þar nýja verksmiðju. Kia ætlar að opna nýja verksmiðju þar á næsta ári sem kosta mun 140 milljara króna og Volkswagen ætlar að eyða sambærilegu fé til stækkunar á verksmiðju sinni þar.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent