Volkswagen toppar í innbyrðis deilum Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2015 14:35 Forstjórinn Winterkorn og stjórnarformaðurinn Piech. Það veit sjaldan á gott ef ósætti er á milli stjórnarformanns fyrirtækis og forstjóra þess. Það er einmitt staðan hjá Volkswagen bílaframleiðandanum nú. Ferdinand Piech er stjórnarformaður Volkswagen bílasamstæðunnar, en hann er skyldmenni Ferdinand Porsche, stofnanda Porsche og á ásamt fjölskyldu sinni stóran hlut í Volkswagen. Piech hefur undanfarið deilt mjög á forstjóra Volkswagen, Martin Winterkorn, og er ekki á eitt sáttur við stefnu hans við rekstur fyrirtækisins. Það merkilega í stöðunni er að skyldmenni Ferdinandi Piech hafa stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi við forstjórann. Það hafa reyndar fleiri gert en meðlimir Porsche fjölskyldunnar og því virðist sem stjórnarformaðurinn sé nokkuð einn á báti í afstöðu sinni gegn forstjóranum. Flestir áttu, fyrir þessar deilur, von á því að Winterkorn mundi leysa Piech af hólmi sem stjórnarformaður þegar hann lætur af starfi forstjóra árið 2017, en með þessu deilum virðist það æ ólíklegra. Hvort þessar deilur enda með því að Winterkorn láti fyrr af forstjórastörfum í Volkswagen en áætlað var, að Piech stigi niður sem stjórnarformaður eða að deiluaðilar sættist er ómögulegt að segja, en við þetta ástand verður ekki unað lengi. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
Það veit sjaldan á gott ef ósætti er á milli stjórnarformanns fyrirtækis og forstjóra þess. Það er einmitt staðan hjá Volkswagen bílaframleiðandanum nú. Ferdinand Piech er stjórnarformaður Volkswagen bílasamstæðunnar, en hann er skyldmenni Ferdinand Porsche, stofnanda Porsche og á ásamt fjölskyldu sinni stóran hlut í Volkswagen. Piech hefur undanfarið deilt mjög á forstjóra Volkswagen, Martin Winterkorn, og er ekki á eitt sáttur við stefnu hans við rekstur fyrirtækisins. Það merkilega í stöðunni er að skyldmenni Ferdinandi Piech hafa stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi við forstjórann. Það hafa reyndar fleiri gert en meðlimir Porsche fjölskyldunnar og því virðist sem stjórnarformaðurinn sé nokkuð einn á báti í afstöðu sinni gegn forstjóranum. Flestir áttu, fyrir þessar deilur, von á því að Winterkorn mundi leysa Piech af hólmi sem stjórnarformaður þegar hann lætur af starfi forstjóra árið 2017, en með þessu deilum virðist það æ ólíklegra. Hvort þessar deilur enda með því að Winterkorn láti fyrr af forstjórastörfum í Volkswagen en áætlað var, að Piech stigi niður sem stjórnarformaður eða að deiluaðilar sættist er ómögulegt að segja, en við þetta ástand verður ekki unað lengi.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent