Sjö mánaða birgðir af Volt Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 16:18 Chevrolet Volt. General Motors ætlar að hætta að framleiða núverandi kynslóð af Chevrolet Volt tvinnbílnum og aðalástæðan sú að tíma tekur að undirbúa framleiðslu næstu kynslóða bílsins, sem styttast fer í. Það er þó líka önnur ástæða fyrir því að framleiðslunni er nú hætt, því sjö mánaða birgðir eru til af bílnum ágæta. Helsta ástæða þessa ástands er líklega lækkandi olíuverð, en Bandaríkjamenn kaupa nú aðallega stærri gerðir bíla og skeyta engu um eyðslu þeirra, rétt eins og í gamla daga. Á meðan seljast illa eyðslugrannir smærri bílar, þar á meðal tvíorkubílar og rafmagnsbílar. 210 daga birgðir af Chevrolet Volt getur ekki talist heilbrigt ástand, en það þykir eðlilegt við 60 daga birgðir. Birgðir undir það þykir heldur ekki æskilegt þar sem komið gæti til skorts við slíkt ástand og tapaðrar sölu. Sala Chevrolet Volt hefur minnkað á hverju ári frá 2012 og minnkunin það sem af er þessu ári nemur 48%. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent
General Motors ætlar að hætta að framleiða núverandi kynslóð af Chevrolet Volt tvinnbílnum og aðalástæðan sú að tíma tekur að undirbúa framleiðslu næstu kynslóða bílsins, sem styttast fer í. Það er þó líka önnur ástæða fyrir því að framleiðslunni er nú hætt, því sjö mánaða birgðir eru til af bílnum ágæta. Helsta ástæða þessa ástands er líklega lækkandi olíuverð, en Bandaríkjamenn kaupa nú aðallega stærri gerðir bíla og skeyta engu um eyðslu þeirra, rétt eins og í gamla daga. Á meðan seljast illa eyðslugrannir smærri bílar, þar á meðal tvíorkubílar og rafmagnsbílar. 210 daga birgðir af Chevrolet Volt getur ekki talist heilbrigt ástand, en það þykir eðlilegt við 60 daga birgðir. Birgðir undir það þykir heldur ekki æskilegt þar sem komið gæti til skorts við slíkt ástand og tapaðrar sölu. Sala Chevrolet Volt hefur minnkað á hverju ári frá 2012 og minnkunin það sem af er þessu ári nemur 48%.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent