Lífið

Annie Leibovitz stödd á Íslandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Annie Leibovitz er stödd hér á landi og sögð vinna að verkefni sem leynd hvílir yfir. Talið er að hún sé stödd í Skaftafelli.
Annie Leibovitz er stödd hér á landi og sögð vinna að verkefni sem leynd hvílir yfir. Talið er að hún sé stödd í Skaftafelli. Vísir/Getty/Vilhelm
Bandaríski ljósmyndarinn Annie Leibovitz er stödd hér á landi þar sem hún mun vinna að erlendu verkefni sem leynd hvílir yfir. Samkvæmt heimildum Vísis mun vinnslan á verkefninu fara fram á nokkrum stöðum hér á landi en ekki er vitað hve lengi ljósmyndarinn mun dvelja á landinu.

Forsíðan umrædda frá Vanity Fair.
Margir muna eflaust eftir frægri forsíðumynd af stórleikaranum Leonardo DiCaprio á tímarítinu Vanity Fair sem sú mynd var tekin hér á landi af Leibovitz árið 2007. Á myndinni stendur DiCaprio á ísjaka úti í Jökulsárlóni og var með henni vakin athygli á hlýnun jarðar og bráðnun jökla sem ógna tilvist ísbjarna.

Sjá einnig:Afrakstur Íslandsferðar DiCaprio kemur fyrir augu heimsbyggðarinnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.