Nissan Leaf selst meira en Volt og Prius Plug-In til samans Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2015 11:05 Nissan Leaf rafmagnsbíllinn selst vel um allan heim og slær öðrum rafmagnsbílum við í sölu. Mest seldi rafmagnsbíll heims heldur áfram að slá við keppinautum sínum og tölur fyrir heildarsölu Nissan Leaf eru skoðaðar kemur í ljós að hann hefur frá upphafi selst í fleiri eintökum en samanlögð sala Chevrolet Volt og Toyota Prius Plug-In-Hybrid. Nissan hefur selt 172.000 Leaf bíla frá útkomu hans árið 2010. Chevrolet Volt hefur selst í 88.000 eintökum og Toyota Prius Plug-In-Hybrid hefur selst í 71.000 eintökum. Í fjórða sætinu kemur svo lúxusrafmagnsbíllinn Tesla Model S með 66.000 eintök seld. Sterk innkoma nýrra bíla frá Mitsubishi og BMW nýlega hefur vakið athygli en Outlander Plug-In-Hybrid hefur selst mjög vel og á skömmum tíma hefur BMW i3 rafmagnsbíllinn selst í 23.000 eintökum og BMW hefur vart við eftirspurninni. Carlos Ghosn forstjóri Nissan segir að fyrirtækið ætti að geta selt 50.000 Leaf bíla í Bandaríkjunum einum á ári svo fremi sem að hleðslustöðvanet þar batni. Nissan hefur selt 75.000 af 172.000 bíla sölu Leaf í Bandaríkjunum. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent
Mest seldi rafmagnsbíll heims heldur áfram að slá við keppinautum sínum og tölur fyrir heildarsölu Nissan Leaf eru skoðaðar kemur í ljós að hann hefur frá upphafi selst í fleiri eintökum en samanlögð sala Chevrolet Volt og Toyota Prius Plug-In-Hybrid. Nissan hefur selt 172.000 Leaf bíla frá útkomu hans árið 2010. Chevrolet Volt hefur selst í 88.000 eintökum og Toyota Prius Plug-In-Hybrid hefur selst í 71.000 eintökum. Í fjórða sætinu kemur svo lúxusrafmagnsbíllinn Tesla Model S með 66.000 eintök seld. Sterk innkoma nýrra bíla frá Mitsubishi og BMW nýlega hefur vakið athygli en Outlander Plug-In-Hybrid hefur selst mjög vel og á skömmum tíma hefur BMW i3 rafmagnsbíllinn selst í 23.000 eintökum og BMW hefur vart við eftirspurninni. Carlos Ghosn forstjóri Nissan segir að fyrirtækið ætti að geta selt 50.000 Leaf bíla í Bandaríkjunum einum á ári svo fremi sem að hleðslustöðvanet þar batni. Nissan hefur selt 75.000 af 172.000 bíla sölu Leaf í Bandaríkjunum.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent