James May útilokar þátttöku í Top Gear án Jeremy Clarkson Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2015 15:39 James May. BBC hefur reynt að fá James May og Richard Hammond til áframhaldandi þáttastjórnar Top Gear bílaþáttanna, en með litlum árangri. Brottrekstur Jeremy Clarkson úr þáttunum hefur gert þá báða fráhverfa áframhaldandi þáttastjórn í núverandi mynd og að sögn James May séu þættirnir ekkert án þeirra allra þriggja. Ekkert þýði fyrir BBC að ganga á eftir þeim tveimur án Clarkson. James May bætti þó við að Jeremy Clarkson hafi ekki verið rekinn alfarið frá BBC, eingöngu úr Top Gear í bili með því að endurnýja ekki samning við hann um óbreytt áframhald. Því sé ekki útilokað að þeir þrír komi saman til stjórnunar bílaþáttar, hvort sem hann verði í núverandi mynd eða undir öðru nafni og formerkjum. Því virðist sem enn sé von um þeir þrír taki saman að sér þáttastjórn á bílaþætti og ekki kæmi á óvart að eftir að rykið hefur sest, eftir hina ólíðandi framkomu Clarkson í garð eins framleiðenda þáttanna, þá verði aftur blásið til bílaþátta með stjórn þeirra allra. Einn forsvarsmanna BBC sagði nýverið að þeir þrír þættir sem eftir voru af 22. seríu Top Gear þáttanna verði sýndir áður en árið er liðið og James May hefur lýst sig viljugan til að taka þátt í því að klára þá stúdíóvinnu sem eftir er til að klára þættina. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent
BBC hefur reynt að fá James May og Richard Hammond til áframhaldandi þáttastjórnar Top Gear bílaþáttanna, en með litlum árangri. Brottrekstur Jeremy Clarkson úr þáttunum hefur gert þá báða fráhverfa áframhaldandi þáttastjórn í núverandi mynd og að sögn James May séu þættirnir ekkert án þeirra allra þriggja. Ekkert þýði fyrir BBC að ganga á eftir þeim tveimur án Clarkson. James May bætti þó við að Jeremy Clarkson hafi ekki verið rekinn alfarið frá BBC, eingöngu úr Top Gear í bili með því að endurnýja ekki samning við hann um óbreytt áframhald. Því sé ekki útilokað að þeir þrír komi saman til stjórnunar bílaþáttar, hvort sem hann verði í núverandi mynd eða undir öðru nafni og formerkjum. Því virðist sem enn sé von um þeir þrír taki saman að sér þáttastjórn á bílaþætti og ekki kæmi á óvart að eftir að rykið hefur sest, eftir hina ólíðandi framkomu Clarkson í garð eins framleiðenda þáttanna, þá verði aftur blásið til bílaþátta með stjórn þeirra allra. Einn forsvarsmanna BBC sagði nýverið að þeir þrír þættir sem eftir voru af 22. seríu Top Gear þáttanna verði sýndir áður en árið er liðið og James May hefur lýst sig viljugan til að taka þátt í því að klára þá stúdíóvinnu sem eftir er til að klára þættina.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent