Hraðlest nær 600 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2015 10:22 Háhraðalest sem svífur á seglum setti nýtt hraðamet í Japan í vikunni. Aldrei hefur lest náð viðlíkum hraða áður, en hún fór á 603 km hraða við prófanir. Þessi lest mun tengja saman borgirnar Tókýó og Nagoya, en verður ekki tilbúin fyrr en árið 2027. Það tekur um 5 klukkutíma að aka á milli þessara borga á bíl, en lestin mun geta farið leiðina á 40 mínútum og vart væri hægt að komast á skemmri tíma í flugi. Þegar lestin hraðskreiða náði þessum ógnarhraða hélt hún honum í 10 sekúndur, en á þeim skamma tíma fór hún eina mílu, eða um 1,6 kílómetra. Í Kína er einnig að finna háhraðalestir sem svífa á seglum og þar í landi má finna hraðaskreiðustu lest heims sem er í fullri notkun. Hún nær 431 km hraða nálægt borginni Sjanghæ. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent
Háhraðalest sem svífur á seglum setti nýtt hraðamet í Japan í vikunni. Aldrei hefur lest náð viðlíkum hraða áður, en hún fór á 603 km hraða við prófanir. Þessi lest mun tengja saman borgirnar Tókýó og Nagoya, en verður ekki tilbúin fyrr en árið 2027. Það tekur um 5 klukkutíma að aka á milli þessara borga á bíl, en lestin mun geta farið leiðina á 40 mínútum og vart væri hægt að komast á skemmri tíma í flugi. Þegar lestin hraðskreiða náði þessum ógnarhraða hélt hún honum í 10 sekúndur, en á þeim skamma tíma fór hún eina mílu, eða um 1,6 kílómetra. Í Kína er einnig að finna háhraðalestir sem svífa á seglum og þar í landi má finna hraðaskreiðustu lest heims sem er í fullri notkun. Hún nær 431 km hraða nálægt borginni Sjanghæ.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent