Land Rover þarf að sætta sig við kínverska eftiröpun Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 14:40 Landwind X7 að ofan og Range Rover Evoque að neðan. Þessi kínverski Landwind X7 bíll er svo til algjör eftiröpun Range Rover Evoque frá Jaguar/Land Rover og er sala hafin á honum í Kína. Land Rover getur lagalega ekkert í því gert þó þessi kínverski framleiðandi hafi stolið útliti Evoque bílsins og mun því ekkert aðhafast frekar í málinu. Land Rover hefur engu að síður gagnrýnt þessa „copy-paste“ aðferð Landwind beint til fyrirtækisins. Engin lög kveða á um ólögmæti þessa gjörnings og það þarf Land Rover að sætta sig við. Landwind X7 bíllinn kostar þrefalt minna en Range Rover Evoque í Kína, eða 150.000 yuan á móti 448.000 yuan. Í sölubæklingi sem sýningargestum var afhent á nýliðinni bílasýningu í Jianglingí Kína stendur; „Innfluttur bíll? Nei, bíll frá Kína“. Því eru flestir Evrópubúar væntanlega ósammála. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent
Þessi kínverski Landwind X7 bíll er svo til algjör eftiröpun Range Rover Evoque frá Jaguar/Land Rover og er sala hafin á honum í Kína. Land Rover getur lagalega ekkert í því gert þó þessi kínverski framleiðandi hafi stolið útliti Evoque bílsins og mun því ekkert aðhafast frekar í málinu. Land Rover hefur engu að síður gagnrýnt þessa „copy-paste“ aðferð Landwind beint til fyrirtækisins. Engin lög kveða á um ólögmæti þessa gjörnings og það þarf Land Rover að sætta sig við. Landwind X7 bíllinn kostar þrefalt minna en Range Rover Evoque í Kína, eða 150.000 yuan á móti 448.000 yuan. Í sölubæklingi sem sýningargestum var afhent á nýliðinni bílasýningu í Jianglingí Kína stendur; „Innfluttur bíll? Nei, bíll frá Kína“. Því eru flestir Evrópubúar væntanlega ósammála.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent