Volkswagen C Coupe GTE í Shanghai Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 09:28 Volkswagen C Coupe GTE. Autoblog Volkswagen kynnir nú nýjan bíl á bílasýningunni í Shanghai, en hún hófst í dag. Þessi bíll er hugsaður fyrir Kínamarkað og því er að sjálfsögðu hugsað mest fyrir því að pláss fyrir aftursætisfarþega sé sem best úr garði gert, en efnuðum Kínverjum er tamt að láta aðra keyra fyrir sig. Volkswagen C Coupe GTE er stór bíll sem byggður er á sama undirvagni og Audi A6 og á stærð við hann. Hann er tvíorkubíll með bensínvél og rafmótora sem samtals skila 242 hestöflum. Fyrstu 50 kílómetrana getur Volkswagen C Coupe GTE farið eingöngu á rafmagni og á allt að 130 km hraða. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,3 lítrar á hverja 100 kílómetra og með fullan tank kemst bíllinn heila 1.100 kílómetra. Ekki ætti að fara illa um aftursætisfarþega í Volkswagen C Coupe GTE. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent
Volkswagen kynnir nú nýjan bíl á bílasýningunni í Shanghai, en hún hófst í dag. Þessi bíll er hugsaður fyrir Kínamarkað og því er að sjálfsögðu hugsað mest fyrir því að pláss fyrir aftursætisfarþega sé sem best úr garði gert, en efnuðum Kínverjum er tamt að láta aðra keyra fyrir sig. Volkswagen C Coupe GTE er stór bíll sem byggður er á sama undirvagni og Audi A6 og á stærð við hann. Hann er tvíorkubíll með bensínvél og rafmótora sem samtals skila 242 hestöflum. Fyrstu 50 kílómetrana getur Volkswagen C Coupe GTE farið eingöngu á rafmagni og á allt að 130 km hraða. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,3 lítrar á hverja 100 kílómetra og með fullan tank kemst bíllinn heila 1.100 kílómetra. Ekki ætti að fara illa um aftursætisfarþega í Volkswagen C Coupe GTE.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent