BL sýnir 19 bíla og frumsýnir 4 í Fífunni Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2015 09:57 Jaguar F-Type S Coupe með fjórhjóladrifi og 380 hestafla vél verður frumsýndur í Fífunni um helgina. Fallegur bíll þar á ferð. Það verður mikið um dýrðir fyrir áhugafólk um bíla á bílasýningunni í Fífunni. Bifreiðaumboðið BL sem er stærsti söluaðili nýrra bíla á landinu og með umboð fyrir Hyundai, BMW, Land Rover, Renault, Nissan, Subaru, Dacia, Isuzu og seinna á árinu Jaguar stillir upp á sýningunni nýjum bílum í 19 mismunandi útfærslum.Fjórir nýir bílar frumsýndir „Við höfum undirbúið sýninguna í langan tíma og lagt okkur fram um gera upplifunina fyrir sýningargesti eins skemmtilega og frekast er kostur. Við erum með flesta bíla í vel útbúnum og áhugaverðum útgáfum sem gaman er að skoða. Við verðum með 4 nýja bíla sem sem ekki hafa sést á markaðnum áður. Frá Nissan er það fjórhjóladrifinn Juke með 190 hestafla vél í TEKNA útgáfu sem er hlaðinn staðalbúnaði en Juke verður auk þess sýndur að þessu sinni með litskúðugum aukahlutapakka sem viðskiptavinir geta valið í litum að vild, nýr Subaru Outback var frumsýndur á dögunum en á sýningunni um helgina frumsýnum við þennan vinsæla bíl frá Subaru í LUX+ útgáfu með ljósri leðurinnréttingu og ríkulegum aukabúnaði, rafsendibíllinn Nissan eNV200 verður frumsýndur í nýrri 5 manna útgáfu og rúsínan í pylsuendanum er sportbíll frá Jaguar sem heitir Jaguar F-Type S Coupe með fjórhjóladrifi og 380 hestafla vél,“ sagði Hörður Harðarson sölustjóri BL.Jaguar með haustinu BL forkynnir nýtt Jaguar umboð með sportbílnum Jaguar F-Type. Bíllinn er sérpantaður fyrir sýninguna í sérstakri S útgáfu með 380 hestafla twin turbo bensínvél og Black Design aukahlutapakka. BL áformar að opna nýtt Jaguar umboð með haustinu. „Við hófum fyrst að hugsa um þennan möguleika þegar ákvöðun um að færa BMW í nýjan sýningarsal í sama húsnæði við Sævarhöfða 2 lá fyrir. Við þessa breytingu gefst okkur kostur á að gefa Land Rover Jaguar, eins og framleiðandinn kallar sig, aukið rými í sýningarsal þar sem Land Rover og BMW voru áður saman. Við gerum okkur ekki væntingar um neina feikna sölu í Jaguar en við höfum þó séð á því sem við höfum skoðað að nýju gerðirnar af Jaguar XE og XF eiga alla möguleika á að keppa við sambærilega bíla af öðum tegundum í verði og búnaði auk þess sem von er á F-Pace jeppanum frá Jaguar seinna á árinu sem án efa verður spennandi bíll fyrir marga. Við munum fara rólega af stað þegar þar að kemur en við stóðumst ekki mátið að panta fyrir sýninguna þennan glæsilega Jaguar F-Type sem minnir á 90 ára sögu Jaguar sem hófst með C, D gerðunum og síðar E-Type gerðinni sem flestir þekkja og margir vilja meina að sé einn fallegasti bíll sem smíðaður hefur verið.“ Sagði Loftur Ágústsson markaðsstjóri BL.Sérstök áhersla á rafbíla BL er það bílaumboð sem einna lengst er komið í sölu og þjónustu við rafbíla. Umboðið hefur selt meira en 150 rafbíla síðan Nissan Leaf rafbíll var fyrst kynntur árið 2013 og nú í mars náðist sá markverði árangur að Nissan Leaf rafbíllinn var í fyrsta skipti mest selda einstaka gerðin hjá umboðinu. BL verður með fjóra rafbíla á sérstöku 100 fermetra sýningarsvæði. Þar verða sýndir Nissan Leaf í tveimur gerðum og nýr Nissan eNV200 fimm manna rafbíll sem byggður er á grunni NV200 rafsendibílsins auk þess sem Renault Kangoo, sem verið hefur um árabil mest seldi sendibíll landsins verður sýndur í rafútgáfu. „Við erum ánægðir með árangurinn sem við höfum náð og við finnum sterklega fyrir að fleiri og fleiri skoða möguleikan á hvort rafbíll henti þeim. Við leggjum mikla áherslu á að viðskiptavinir kynnir sér þennan kost vel og því lánum við fólki oft bíla til að vera með yfir lengri tíma en við jafna gerum við aðra bíla. Reynslan hefur sýnt að þeir sem kaupa rafbíl eru jafnan mun ánægðari með kaupin en fólk sem kaupir hefbundna bíla.“ Sagði Hörður Harðarson sölustjóri BL að lokum. BL sýningarsvæði A. Jaguar - F-Type S Coupe AWD 380 BMW - X4 xDrive 20d M Sport / 318d Sport Line Land Rover – Range Rover Sport HSE Dynamic SDV6 / Discovery Sport HSE Hyundai – SantaFe Premium / i10 Comfort / i20 Comfort Renault – Captur Dynamic / Clio Sport Tourer Dynamic Nissan – Quasqai TEKNA / Juke 4x4 ACENTA / Pulsar TEKNA Subaru – Outback LUX+ Dacia – Logan MCVBL sýningarsvæði B. Rafbílar Nissan Leaf TEKNA og ACENTA Nissan eNV200 5manna Renault Kangoo EV Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent
Það verður mikið um dýrðir fyrir áhugafólk um bíla á bílasýningunni í Fífunni. Bifreiðaumboðið BL sem er stærsti söluaðili nýrra bíla á landinu og með umboð fyrir Hyundai, BMW, Land Rover, Renault, Nissan, Subaru, Dacia, Isuzu og seinna á árinu Jaguar stillir upp á sýningunni nýjum bílum í 19 mismunandi útfærslum.Fjórir nýir bílar frumsýndir „Við höfum undirbúið sýninguna í langan tíma og lagt okkur fram um gera upplifunina fyrir sýningargesti eins skemmtilega og frekast er kostur. Við erum með flesta bíla í vel útbúnum og áhugaverðum útgáfum sem gaman er að skoða. Við verðum með 4 nýja bíla sem sem ekki hafa sést á markaðnum áður. Frá Nissan er það fjórhjóladrifinn Juke með 190 hestafla vél í TEKNA útgáfu sem er hlaðinn staðalbúnaði en Juke verður auk þess sýndur að þessu sinni með litskúðugum aukahlutapakka sem viðskiptavinir geta valið í litum að vild, nýr Subaru Outback var frumsýndur á dögunum en á sýningunni um helgina frumsýnum við þennan vinsæla bíl frá Subaru í LUX+ útgáfu með ljósri leðurinnréttingu og ríkulegum aukabúnaði, rafsendibíllinn Nissan eNV200 verður frumsýndur í nýrri 5 manna útgáfu og rúsínan í pylsuendanum er sportbíll frá Jaguar sem heitir Jaguar F-Type S Coupe með fjórhjóladrifi og 380 hestafla vél,“ sagði Hörður Harðarson sölustjóri BL.Jaguar með haustinu BL forkynnir nýtt Jaguar umboð með sportbílnum Jaguar F-Type. Bíllinn er sérpantaður fyrir sýninguna í sérstakri S útgáfu með 380 hestafla twin turbo bensínvél og Black Design aukahlutapakka. BL áformar að opna nýtt Jaguar umboð með haustinu. „Við hófum fyrst að hugsa um þennan möguleika þegar ákvöðun um að færa BMW í nýjan sýningarsal í sama húsnæði við Sævarhöfða 2 lá fyrir. Við þessa breytingu gefst okkur kostur á að gefa Land Rover Jaguar, eins og framleiðandinn kallar sig, aukið rými í sýningarsal þar sem Land Rover og BMW voru áður saman. Við gerum okkur ekki væntingar um neina feikna sölu í Jaguar en við höfum þó séð á því sem við höfum skoðað að nýju gerðirnar af Jaguar XE og XF eiga alla möguleika á að keppa við sambærilega bíla af öðum tegundum í verði og búnaði auk þess sem von er á F-Pace jeppanum frá Jaguar seinna á árinu sem án efa verður spennandi bíll fyrir marga. Við munum fara rólega af stað þegar þar að kemur en við stóðumst ekki mátið að panta fyrir sýninguna þennan glæsilega Jaguar F-Type sem minnir á 90 ára sögu Jaguar sem hófst með C, D gerðunum og síðar E-Type gerðinni sem flestir þekkja og margir vilja meina að sé einn fallegasti bíll sem smíðaður hefur verið.“ Sagði Loftur Ágústsson markaðsstjóri BL.Sérstök áhersla á rafbíla BL er það bílaumboð sem einna lengst er komið í sölu og þjónustu við rafbíla. Umboðið hefur selt meira en 150 rafbíla síðan Nissan Leaf rafbíll var fyrst kynntur árið 2013 og nú í mars náðist sá markverði árangur að Nissan Leaf rafbíllinn var í fyrsta skipti mest selda einstaka gerðin hjá umboðinu. BL verður með fjóra rafbíla á sérstöku 100 fermetra sýningarsvæði. Þar verða sýndir Nissan Leaf í tveimur gerðum og nýr Nissan eNV200 fimm manna rafbíll sem byggður er á grunni NV200 rafsendibílsins auk þess sem Renault Kangoo, sem verið hefur um árabil mest seldi sendibíll landsins verður sýndur í rafútgáfu. „Við erum ánægðir með árangurinn sem við höfum náð og við finnum sterklega fyrir að fleiri og fleiri skoða möguleikan á hvort rafbíll henti þeim. Við leggjum mikla áherslu á að viðskiptavinir kynnir sér þennan kost vel og því lánum við fólki oft bíla til að vera með yfir lengri tíma en við jafna gerum við aðra bíla. Reynslan hefur sýnt að þeir sem kaupa rafbíl eru jafnan mun ánægðari með kaupin en fólk sem kaupir hefbundna bíla.“ Sagði Hörður Harðarson sölustjóri BL að lokum. BL sýningarsvæði A. Jaguar - F-Type S Coupe AWD 380 BMW - X4 xDrive 20d M Sport / 318d Sport Line Land Rover – Range Rover Sport HSE Dynamic SDV6 / Discovery Sport HSE Hyundai – SantaFe Premium / i10 Comfort / i20 Comfort Renault – Captur Dynamic / Clio Sport Tourer Dynamic Nissan – Quasqai TEKNA / Juke 4x4 ACENTA / Pulsar TEKNA Subaru – Outback LUX+ Dacia – Logan MCVBL sýningarsvæði B. Rafbílar Nissan Leaf TEKNA og ACENTA Nissan eNV200 5manna Renault Kangoo EV
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent