GM hefur framleitt 500 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 08:46 Mary Barra, forstjóri General Motors, fyrir miðju, að fagna áfanganum. General Motors fagnaði því í vikunni að hafa framleitt 500 milljónasta bíl sinn frá stofnun þess árið 1908. General Motors framleiðir bíla í 37 löndum og meðal bílamerkja fyrirtækisins eru Chevrolet, Cadillac, Buick, GMC, Holden í Ástralíu, Opel í Þýskalandi, Vauxhall í Bretlandi, UzDaewoo Auto í Rússlandi, Wuling, Baojun og Jie Fang í Kína, HSV í Ástralíu og Alpheon í S-Kóreu. Á þessum tímamótum tilkynnti GM um 735 milljarða fjárfestingu í nýrri verksmiðju í Fairfax í Kansas en þar ætlar GM að smíða Chevrolet Malibu bíla sína. Um leið gaf forstjóri GM, Mary Barra, særðum hermanni sem slasaðist í Íraksstríðinu Chevrolet Malibu bíl. General Motors framleiddi tæplega 10 milljón bíla á síðasta ári og var lengi vel stærsti bílaframleiðandi í heiminum, áður en Toyota fór fram úr GM. Í fyrra fór Volkswagen Group framúr Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims, en mjög litlu munar á þessum þremur bílaframleiðendum í fjölda framleiddra bíla. Það tæki því GM næstu 50 ár að ná 1.000 milljón bíla markinu ef framleiðsla þeirra væri áfram 10 milljón bílar á ári, en það tók fyrirtækið 107 ár að framleiða 500 milljón bíla. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
General Motors fagnaði því í vikunni að hafa framleitt 500 milljónasta bíl sinn frá stofnun þess árið 1908. General Motors framleiðir bíla í 37 löndum og meðal bílamerkja fyrirtækisins eru Chevrolet, Cadillac, Buick, GMC, Holden í Ástralíu, Opel í Þýskalandi, Vauxhall í Bretlandi, UzDaewoo Auto í Rússlandi, Wuling, Baojun og Jie Fang í Kína, HSV í Ástralíu og Alpheon í S-Kóreu. Á þessum tímamótum tilkynnti GM um 735 milljarða fjárfestingu í nýrri verksmiðju í Fairfax í Kansas en þar ætlar GM að smíða Chevrolet Malibu bíla sína. Um leið gaf forstjóri GM, Mary Barra, særðum hermanni sem slasaðist í Íraksstríðinu Chevrolet Malibu bíl. General Motors framleiddi tæplega 10 milljón bíla á síðasta ári og var lengi vel stærsti bílaframleiðandi í heiminum, áður en Toyota fór fram úr GM. Í fyrra fór Volkswagen Group framúr Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims, en mjög litlu munar á þessum þremur bílaframleiðendum í fjölda framleiddra bíla. Það tæki því GM næstu 50 ár að ná 1.000 milljón bíla markinu ef framleiðsla þeirra væri áfram 10 milljón bílar á ári, en það tók fyrirtækið 107 ár að framleiða 500 milljón bíla.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent