Subaru fjölgar STI-bílum Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2015 10:45 Subaru BRZ STI var sýndur var sýndur á bílasýningunni í New York um daginn. Margur bílaáhugamaðurinn mun gleðjast yfir nýjustu fréttum úr herbúðum Subaru, en japanski bílaframleiðandinn ætlar á næstunni að fjölga þeim bílgerðum sínum sem fást munu í kraftaútfærslum, en þeir bílar hafa borið og munu bera stafina STI. Fyrsta viðbótin við hinn klassíska Subaru Impreza WRX STI er þessi Subaru BRZ STI bíll sem sýndur var á bílasýningunni í New York um daginn. Subaru ætlar brátt að bjóða STI-útfærslur á Legacy og Forester og fleiri bílgerðir gætu fylgt í kjölfarið. Subaru er ekki eini japanski framleiðandinn sem leggur nú aukna áherslu á framleiðslu aflmikilla útgáfa af bílum sínum. Nissan hefur aukið og mun auka meira framboð að Nismo kraftaútfærslum bíla sinna, Honda hefur nýverið loksins kynnt Civic Type R aftur til sögunnar og Toyota ætlar einnig að gera gangskör í framboði kraftaútgáfa. Sala Subaru af einu gerð STI bíla hingað til, þ.e. Impreza WRX STI hefur aldrei verið í neinu gríðarlegu magni, en á stærsta sölumarkaði hans í Bandaríkjunum seldust 6.500 bílar í fyrra. Svo sú tala sé sett í eitthvert samhengi þá nam heildarsala Subaru í Bandaríkjunum í fyrra 540.000 bílum. Sala Subaru þar gekk reyndar gríðarlega vel í fyrra og jókst um 21%, en enginn annar bílaframleiðandi frá Japan, né þýskalandi, náði viðlíka aukningu. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent
Margur bílaáhugamaðurinn mun gleðjast yfir nýjustu fréttum úr herbúðum Subaru, en japanski bílaframleiðandinn ætlar á næstunni að fjölga þeim bílgerðum sínum sem fást munu í kraftaútfærslum, en þeir bílar hafa borið og munu bera stafina STI. Fyrsta viðbótin við hinn klassíska Subaru Impreza WRX STI er þessi Subaru BRZ STI bíll sem sýndur var á bílasýningunni í New York um daginn. Subaru ætlar brátt að bjóða STI-útfærslur á Legacy og Forester og fleiri bílgerðir gætu fylgt í kjölfarið. Subaru er ekki eini japanski framleiðandinn sem leggur nú aukna áherslu á framleiðslu aflmikilla útgáfa af bílum sínum. Nissan hefur aukið og mun auka meira framboð að Nismo kraftaútfærslum bíla sinna, Honda hefur nýverið loksins kynnt Civic Type R aftur til sögunnar og Toyota ætlar einnig að gera gangskör í framboði kraftaútgáfa. Sala Subaru af einu gerð STI bíla hingað til, þ.e. Impreza WRX STI hefur aldrei verið í neinu gríðarlegu magni, en á stærsta sölumarkaði hans í Bandaríkjunum seldust 6.500 bílar í fyrra. Svo sú tala sé sett í eitthvert samhengi þá nam heildarsala Subaru í Bandaríkjunum í fyrra 540.000 bílum. Sala Subaru þar gekk reyndar gríðarlega vel í fyrra og jókst um 21%, en enginn annar bílaframleiðandi frá Japan, né þýskalandi, náði viðlíka aukningu.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent