Vilja sekta of hæga ökumenn Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2015 09:11 Bílaumferð í Washington. Fyrir fylkisþinginu í Washington fylki í Bandaríkjunum liggur nú frumvarp sem gefur lögreglunni í fylkinu meiri heimildir til að sekta ökumenn sem aka of hægt á vinstri akrein á fjölfarnari vegum. Þessum lögum er ætlað að stöðva hættulegan og hægan akstur ökumanna sem ekki taka tillit til annarra í umferðinni. Í lögunum eru tilgreindar þær sektir sem ökumenn mega eiga von á ef þeir aka á vinstri akrein undir leyfilegum hámarkshraða. Ökumenn sem aka 2-8 km/klst undir hámarkhraða á vinstri akrein fá 27 dollara sekt. Þeir sem aka á 9-16 km/klst undir hámarkshraða fá 37 dollara sekt, 52 dollara fyrir 17-25 km/klst, og 67 dollara fyrr 26-32 km/klst undir hámarkshraða. Í Washington fylki er mikil hefð fyrir því að kenna ökumönnum góða siði í umferðinni og þar hafa mörg lög orðið fyrst af veruleika sem snúa að því, svo sem að sekta fyrir að vera staðinn að símskilaboðasendingum í akstri og að leggja í stæði sem ætluð eru fyrir rafmagnsbíla. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent
Fyrir fylkisþinginu í Washington fylki í Bandaríkjunum liggur nú frumvarp sem gefur lögreglunni í fylkinu meiri heimildir til að sekta ökumenn sem aka of hægt á vinstri akrein á fjölfarnari vegum. Þessum lögum er ætlað að stöðva hættulegan og hægan akstur ökumanna sem ekki taka tillit til annarra í umferðinni. Í lögunum eru tilgreindar þær sektir sem ökumenn mega eiga von á ef þeir aka á vinstri akrein undir leyfilegum hámarkshraða. Ökumenn sem aka 2-8 km/klst undir hámarkhraða á vinstri akrein fá 27 dollara sekt. Þeir sem aka á 9-16 km/klst undir hámarkshraða fá 37 dollara sekt, 52 dollara fyrir 17-25 km/klst, og 67 dollara fyrr 26-32 km/klst undir hámarkshraða. Í Washington fylki er mikil hefð fyrir því að kenna ökumönnum góða siði í umferðinni og þar hafa mörg lög orðið fyrst af veruleika sem snúa að því, svo sem að sekta fyrir að vera staðinn að símskilaboðasendingum í akstri og að leggja í stæði sem ætluð eru fyrir rafmagnsbíla.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent