Rafmagnsleigubílum í London fjölgar Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2015 09:59 TX-5 rafmagnsleigubíll frá London Taxi Company. Svörtu kubbslegu leigubílarnir í London verða brátt allmiklu umhverfisvænni því mörgum þeirra hefur verið skipt út fyrir rafmagnsbíla og verður þeim gömlu skipt út í stórum stíl á næstu árum. London Taxi Company, sem lengi hefur framleitt þá leigubíla sem einkenna Lundúni, er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, sem reyndar á einnig Volvo. Fyrirtækið framleiðir nú þennan TX4 leigubíl sem ætlað er að leysa af hólmi eldri leigubíla borgarinnar og von er á næstu gerð bílsins, TX5 innan þriggja ára. Meiningin er að framleiða allt að 36.000 svona bíla á ári og með því tífalda framleiðsluna frá því sem nú er. Þessir bílar eru einnig ætlaðir í sölu í öðrum löndum en Bretlandi. Þeir eru þó ekki einu rafmagnsleigubílarnir sem sjást í London nú því allmargir breskir Frazer-Nash Metrocab rafmagnsbílar eru þar einnig í þjónustu. Bílar Frazer-Nash er með svipaðan drifbúnað og TX4 og TX5 bílarnir, stórar rafhlöður og litla brunavél sem tekur við þegar rafhleðslan klárast. Drægni þeirra er svipuð, eða um 560 kílómetrar. Frazer-Nash, breskur rafmagnsleigubíll. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
Svörtu kubbslegu leigubílarnir í London verða brátt allmiklu umhverfisvænni því mörgum þeirra hefur verið skipt út fyrir rafmagnsbíla og verður þeim gömlu skipt út í stórum stíl á næstu árum. London Taxi Company, sem lengi hefur framleitt þá leigubíla sem einkenna Lundúni, er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, sem reyndar á einnig Volvo. Fyrirtækið framleiðir nú þennan TX4 leigubíl sem ætlað er að leysa af hólmi eldri leigubíla borgarinnar og von er á næstu gerð bílsins, TX5 innan þriggja ára. Meiningin er að framleiða allt að 36.000 svona bíla á ári og með því tífalda framleiðsluna frá því sem nú er. Þessir bílar eru einnig ætlaðir í sölu í öðrum löndum en Bretlandi. Þeir eru þó ekki einu rafmagnsleigubílarnir sem sjást í London nú því allmargir breskir Frazer-Nash Metrocab rafmagnsbílar eru þar einnig í þjónustu. Bílar Frazer-Nash er með svipaðan drifbúnað og TX4 og TX5 bílarnir, stórar rafhlöður og litla brunavél sem tekur við þegar rafhleðslan klárast. Drægni þeirra er svipuð, eða um 560 kílómetrar. Frazer-Nash, breskur rafmagnsleigubíll.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent