Söluminnkun Volkswagen Group í apríl Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 10:25 Fjöldamörg bílamerki tilheyra Volkswagen Group. Stöðug söluaukning hjá hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen Group hefur verið samfellt í fjögur og hálft ár, þar til í apríl á þessu ári, en þá varð 1,3% söluminnkun. Mestu munaði þar um 4,8% söluminnkun aðalmerkisins, Volkswagen, en Audi, Porsche og fleiri bílamerki Volkswagen Group gerðu mun betur og uku verulega við sölu sína. Sala Volkswagen bíla á ýmsum mörkuðum minnkaði mikið. Í Brasilíu varð hún til dæmis 26,7% og aðeins varð 0,2% aukning á hinum stóra bílamarkaði í Kína. Enn fremur er söluminnkun í Bandaríkjunum og Rússlandi áhyggjuefni hjá Volkswagen. Í Kína varð hinsvegar 2% aukning í sölu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur þó orðið 1% heildaraukning í sölu Volkswagen bíla í heiminum og salan náð 3,34 milljónum bíla. Á sama tíma hefur aukning í sölu Audi bíla numið 5,2%, Skoda um 6,1, Seat um 8,6% og Porsche hvorki meira né minna en um 32%. Þar sem sala Volkswagen bíla vegur svo mikið í heildarsölunni er aukningin þó ekki meiri en raun ber vitni. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent
Stöðug söluaukning hjá hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen Group hefur verið samfellt í fjögur og hálft ár, þar til í apríl á þessu ári, en þá varð 1,3% söluminnkun. Mestu munaði þar um 4,8% söluminnkun aðalmerkisins, Volkswagen, en Audi, Porsche og fleiri bílamerki Volkswagen Group gerðu mun betur og uku verulega við sölu sína. Sala Volkswagen bíla á ýmsum mörkuðum minnkaði mikið. Í Brasilíu varð hún til dæmis 26,7% og aðeins varð 0,2% aukning á hinum stóra bílamarkaði í Kína. Enn fremur er söluminnkun í Bandaríkjunum og Rússlandi áhyggjuefni hjá Volkswagen. Í Kína varð hinsvegar 2% aukning í sölu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur þó orðið 1% heildaraukning í sölu Volkswagen bíla í heiminum og salan náð 3,34 milljónum bíla. Á sama tíma hefur aukning í sölu Audi bíla numið 5,2%, Skoda um 6,1, Seat um 8,6% og Porsche hvorki meira né minna en um 32%. Þar sem sala Volkswagen bíla vegur svo mikið í heildarsölunni er aukningin þó ekki meiri en raun ber vitni.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent