Margir bíða eftir þessari kvikmynd frá leikstjóranum Danny Boyle um frumkvöðulinn Steve Jobs. Handritið skrifar Aaron Sorkin en það er Michael Fassbender sem fer með hlutverk Jobs í þessari kvikmynd.
Með önnur hlutverk fara Kate Winslet, Seth Rogen, Sarah Snook og Jeff Daniels. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni.