Hlíðarvatn komið í gang og fiskurinn er í hörkutöku Karl Lúðvíksson skrifar 15. maí 2015 13:57 Frábær dagsveiði í Hlíðarvatni Mynd: Kristinn Helgi Sveinsson Það hefur aðeins vantað uppá að vötnin í nágrenni Reykjavíkur fari í gang en biðin eftir því er sannarlega búin. Í fyrradag voru veiðimenn sem voru við t.d. Elliðavatn, Vífilstaðavatn, Hlíðarvatn og vötnin í Svínadal áþreifanlega varir við að líf var að kvikna í vötnunum. Í Hlíðarvatni var veiðin t.d. mjög fín og líklega er vatnið komið í fullan gang því mikið var af flugu og greinilega mikið klak á flugu en það sást vel í uppítökum hjá bleikjunni. Veðrið var líka einstaklega gott með sólskini og smá golu. Kristinn Helgi Sveinsson var við veiðar í vatninu á þessum tíma samkvæmt veiðisöluvefnum Veiða.is, skrapp í um 3 tíma og náði 20 fínum bleikjum. Þær voru á bilinu 0,5-2 pund. Allar tóku þær Pheasant tail. Einhverjir lausir dagar eru framundan í Hliðarvatni og þá má finna á vefnum hjá Veiða.is Veður spáin fyrir morgundaginn er sérstaklega góð í veiðilegu tilliti og má benda veiðimönnum á að kíkja t.d. í Elliðavatn, Hlíðarvatn, Vífilstaðavatn, vötnin í Svínadal, Gíslholtsvatn, Meðalfellsvatn, Þingvallavatn og svo má ekki gleyma Úlfljótsvatni en veiðin þar gæti verið komin í gang en bleikjan þar er oft mun fyrr á ferðinni heldur en í Þingvallavatni. Stangveiði Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Mjög gott í Straumunum og Norðurá Veiði
Það hefur aðeins vantað uppá að vötnin í nágrenni Reykjavíkur fari í gang en biðin eftir því er sannarlega búin. Í fyrradag voru veiðimenn sem voru við t.d. Elliðavatn, Vífilstaðavatn, Hlíðarvatn og vötnin í Svínadal áþreifanlega varir við að líf var að kvikna í vötnunum. Í Hlíðarvatni var veiðin t.d. mjög fín og líklega er vatnið komið í fullan gang því mikið var af flugu og greinilega mikið klak á flugu en það sást vel í uppítökum hjá bleikjunni. Veðrið var líka einstaklega gott með sólskini og smá golu. Kristinn Helgi Sveinsson var við veiðar í vatninu á þessum tíma samkvæmt veiðisöluvefnum Veiða.is, skrapp í um 3 tíma og náði 20 fínum bleikjum. Þær voru á bilinu 0,5-2 pund. Allar tóku þær Pheasant tail. Einhverjir lausir dagar eru framundan í Hliðarvatni og þá má finna á vefnum hjá Veiða.is Veður spáin fyrir morgundaginn er sérstaklega góð í veiðilegu tilliti og má benda veiðimönnum á að kíkja t.d. í Elliðavatn, Hlíðarvatn, Vífilstaðavatn, vötnin í Svínadal, Gíslholtsvatn, Meðalfellsvatn, Þingvallavatn og svo má ekki gleyma Úlfljótsvatni en veiðin þar gæti verið komin í gang en bleikjan þar er oft mun fyrr á ferðinni heldur en í Þingvallavatni.
Stangveiði Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Mjög gott í Straumunum og Norðurá Veiði