Seat Leon fljótasti langbakurinn á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 09:41 Seat Leon ST Cupra. Spænski bílaframleiðandinn Seat kemst í metabækurnar í fyrra þegar Seat Leon Cupra bíll var fyrsti framhjóladrifni bíllinn til að fara Nürburgring brautina á innan við 8 mínútum. Nú hefur Seat aftur komist á pall með langbaksgerð þessa sama bíls og gert enn betur en þriggja hurða gerðin. Þessi Seat Leon ST Cupra langbakur á nú metið á brautinni á meðal langbaka. Tími langbaksins frá Seat var 7:58:00 á brautinni, sem er hálfri sekúndu betri tími en þriggja hurða útgáfa hans náði. Ekki ómerkari bíll en Audi RS4 átti metið áður meðal langbaka og það frá árinu 2006. Sá bíll er með V8 vél og er fjórhjóladrifinn. Athygli vekur að Seat bíllinn er 276 hestöfl en Audi RS4 450 hestöfl, svo ljóst er að hestöfl eru ekki allt þegar kemur að brautarakstri. Eftir að Seat Leon Cupra bíllinn setti metið í fyrra á meðal framhjóladrifinna bíla náði Renault Mégane 275 Trophy-R metinu af Seat með tímanum 7:54:36. Því á Renault metið nú á meðal framhjóladrifinna bíla en Seat á meðal allra langbaksgerða. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
Spænski bílaframleiðandinn Seat kemst í metabækurnar í fyrra þegar Seat Leon Cupra bíll var fyrsti framhjóladrifni bíllinn til að fara Nürburgring brautina á innan við 8 mínútum. Nú hefur Seat aftur komist á pall með langbaksgerð þessa sama bíls og gert enn betur en þriggja hurða gerðin. Þessi Seat Leon ST Cupra langbakur á nú metið á brautinni á meðal langbaka. Tími langbaksins frá Seat var 7:58:00 á brautinni, sem er hálfri sekúndu betri tími en þriggja hurða útgáfa hans náði. Ekki ómerkari bíll en Audi RS4 átti metið áður meðal langbaka og það frá árinu 2006. Sá bíll er með V8 vél og er fjórhjóladrifinn. Athygli vekur að Seat bíllinn er 276 hestöfl en Audi RS4 450 hestöfl, svo ljóst er að hestöfl eru ekki allt þegar kemur að brautarakstri. Eftir að Seat Leon Cupra bíllinn setti metið í fyrra á meðal framhjóladrifinna bíla náði Renault Mégane 275 Trophy-R metinu af Seat með tímanum 7:54:36. Því á Renault metið nú á meðal framhjóladrifinna bíla en Seat á meðal allra langbaksgerða.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent