Fer Audi í Formúlu 1? Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2015 11:26 Audi R18 þolakstursbíll Audi. Þær raddir gerast sífellt háværari að Audi muni brátt tilkynna um þátttöku í Formúlu 1 kappakstrinum, en Audi hefur verið með afar sigursæla bíla í þolaksturskeppnum á síðustu árum. Audi hefur unnið þolaksturskeppnina í Le Mans trekk í trekk á síðustu árum. Forstjóri Audi, Rupert Stadler hefur látið hafa eftir sér að hann sé ekki tilbúinn að taka ákvörðun um þátttöku í Formúlu 1 núna, en hann taldi það hinsvegar alls ekki útilokað. Eitt er það sem blandast gæti ákvörðun Audi í þessum efnum, en fyrirtækið er undir pressu frá móðurfyrirtæki þess, Volkswagen Group að hætta þátttöku í þolaksturskeppnum FIA World Endurance Championship þar sem Porsche hefur nýverið hafið þátttöku þar líka. Óæskilegt sé að tvö fyrirtæki undir regnhlíf Volkswagen Group séu að keppa þar sín á milli. Nefndar hafa verið tvær leiðir til þátttöku Audi í Formúlu 1, önnur að kaupa Toro Rosso liðið en hin að skaffa vélarnar í Red Bull bílunum. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent
Þær raddir gerast sífellt háværari að Audi muni brátt tilkynna um þátttöku í Formúlu 1 kappakstrinum, en Audi hefur verið með afar sigursæla bíla í þolaksturskeppnum á síðustu árum. Audi hefur unnið þolaksturskeppnina í Le Mans trekk í trekk á síðustu árum. Forstjóri Audi, Rupert Stadler hefur látið hafa eftir sér að hann sé ekki tilbúinn að taka ákvörðun um þátttöku í Formúlu 1 núna, en hann taldi það hinsvegar alls ekki útilokað. Eitt er það sem blandast gæti ákvörðun Audi í þessum efnum, en fyrirtækið er undir pressu frá móðurfyrirtæki þess, Volkswagen Group að hætta þátttöku í þolaksturskeppnum FIA World Endurance Championship þar sem Porsche hefur nýverið hafið þátttöku þar líka. Óæskilegt sé að tvö fyrirtæki undir regnhlíf Volkswagen Group séu að keppa þar sín á milli. Nefndar hafa verið tvær leiðir til þátttöku Audi í Formúlu 1, önnur að kaupa Toro Rosso liðið en hin að skaffa vélarnar í Red Bull bílunum.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent