Afa snýr aftur á Stöð 2 í haust og mun hann sjá um barnatíma Stöðvar 2 alla laugardaga.
Örn Árnason bregður sér aftur í líki Afa en hann hefur ekki verið á dagskrá í níu ár. Afi var á skjánum í mörg ár og er þátturinn einn sá allra vinsælasti í sögu íslensks sjónvarps.
Afi verður á dagskrá alla laugardaga frá og með ágúst. Hann mun byrja á slaginu klukkan níu og verður með sama sniði og hann var með fyrir níu árum síðan. Hann verður einnig á dagskrá alla hátíðisdaga.
Bíó og sjónvarp