Fékk kröfuna sína í Glitni greidda að fullu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. maí 2015 12:00 Heiðar Guðjónsson fjárfestir segir erlenda kröfuhafa föllnu bankanna reyna allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti slitabúanna. Vísir/Heiða/Anton Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, fékk kröfu sína í slitabú Glitnis greidda að fullu rétt áður en gjaldþrotakrafa hans á hendur slitabúinu var tekin fyrir í héraðsdómi. Heiðar segist ætla að leggja fram samskonar slitabeiðni fram vegna slitabús Kaupþings banka á næstu dögum. Heiðar keypti viðurkenndar kröfur í slitabú bæði Glitnis og Kaupþings banka á síðasta ári með það fyrir augunum að fara fram á gjaldþrotaskipti slitabúanna. Gjaldþrotabeiðni vegna Glitnis var lögð fram í desember síðastliðnum. Sú beiðni verður ekki tekin fyrir þar sem krafan hefur verið greidd upp að fullu af lögmannsstofu, samkvæmt ákvæði í lögum. „Það átti að taka hana til meðferðar hjá héraðsdómi í dag og glitnir og kröfuhafar voru búnir að tefja ferlið í sex mánuði og svo loksins þegar kom að því að taka hana til meðferðar þá beittu þeir úrræði í lögum að utanaðkomandi getur komið inn og borgað upp kröfuna að fullu,“ segir Heiðar. „Þannig að kröfur sem í raun og veru ganga kaupum og sölum í dag á 30-40 prósent var greidd upp í gær 100 prósent.“ Heiðar segir að slitakrafa á hendur Kaupþingi banka sé í vinnslu hjá lögmönnum sínum. Hún verði vonandi tilbúin í dag svo að hægt sé að leggja hana fram í vikunni. Heiðar reiknar með því að fá kröfuna í Kaupþing greidda að fullu frá aðilum tengdum kröfuhöfum slitabúsins, líkt og með Glitni. En hver var það sem greiddi kröfu hans í Glitni? „Það var Réttur lögmannsstofa Ragnars Aðalsteinssonar sem hefur verið að vinna fyrir kröfuhafa í Glitni sem eiga um 66 prósent af öllum kröfunum. hún kom og greiddi upp kröfuna, væntanlega fyrir hönd þeirra aðila,“ segir hann. Heiðar segir málið fordæmisgefandi. „Ég svo sem hef ekki aðra kosti í stöðuni þá heldur en að sætta mig við það en það sem gerist er að þetta gefur mikið fordæmi; að íslenskir kröfuhafar geta fengið greitt út 100 prósent því erlendir kröfuhafar vilja alls ekki að málið fari fyrir dómstóla og taka áhættuna af því að gömlu bankarnir verði loksins settir í þrot,“ segir hann. Heiðar segir að greiðslurnar fyrir kröfuna koma beint úr vasa erlendra kröfuhafa sem séu að reyna að gera allt sem í þeirra valdi standi til að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti föllnu bankanna. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, fékk kröfu sína í slitabú Glitnis greidda að fullu rétt áður en gjaldþrotakrafa hans á hendur slitabúinu var tekin fyrir í héraðsdómi. Heiðar segist ætla að leggja fram samskonar slitabeiðni fram vegna slitabús Kaupþings banka á næstu dögum. Heiðar keypti viðurkenndar kröfur í slitabú bæði Glitnis og Kaupþings banka á síðasta ári með það fyrir augunum að fara fram á gjaldþrotaskipti slitabúanna. Gjaldþrotabeiðni vegna Glitnis var lögð fram í desember síðastliðnum. Sú beiðni verður ekki tekin fyrir þar sem krafan hefur verið greidd upp að fullu af lögmannsstofu, samkvæmt ákvæði í lögum. „Það átti að taka hana til meðferðar hjá héraðsdómi í dag og glitnir og kröfuhafar voru búnir að tefja ferlið í sex mánuði og svo loksins þegar kom að því að taka hana til meðferðar þá beittu þeir úrræði í lögum að utanaðkomandi getur komið inn og borgað upp kröfuna að fullu,“ segir Heiðar. „Þannig að kröfur sem í raun og veru ganga kaupum og sölum í dag á 30-40 prósent var greidd upp í gær 100 prósent.“ Heiðar segir að slitakrafa á hendur Kaupþingi banka sé í vinnslu hjá lögmönnum sínum. Hún verði vonandi tilbúin í dag svo að hægt sé að leggja hana fram í vikunni. Heiðar reiknar með því að fá kröfuna í Kaupþing greidda að fullu frá aðilum tengdum kröfuhöfum slitabúsins, líkt og með Glitni. En hver var það sem greiddi kröfu hans í Glitni? „Það var Réttur lögmannsstofa Ragnars Aðalsteinssonar sem hefur verið að vinna fyrir kröfuhafa í Glitni sem eiga um 66 prósent af öllum kröfunum. hún kom og greiddi upp kröfuna, væntanlega fyrir hönd þeirra aðila,“ segir hann. Heiðar segir málið fordæmisgefandi. „Ég svo sem hef ekki aðra kosti í stöðuni þá heldur en að sætta mig við það en það sem gerist er að þetta gefur mikið fordæmi; að íslenskir kröfuhafar geta fengið greitt út 100 prósent því erlendir kröfuhafar vilja alls ekki að málið fari fyrir dómstóla og taka áhættuna af því að gömlu bankarnir verði loksins settir í þrot,“ segir hann. Heiðar segir að greiðslurnar fyrir kröfuna koma beint úr vasa erlendra kröfuhafa sem séu að reyna að gera allt sem í þeirra valdi standi til að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti föllnu bankanna.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira