Segir fyrirtæki eins og CCP mikilvæg fyrir íslenskt hagkerfi Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2015 18:52 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Anton „Við vitum ekki til þess að nokkur ákvörðun hafi verið tekin um að flytja CCP úr landi, eins og fréttir á Vísi og Fréttablaðinu gefa til kynna,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann segir að það liggi hins vegar fyrir að í alþjóðlegum fyrirtækjum sem CCP sé alltaf einhver hreyfing á einstökum hlutum starfsemi á milli landa og ekkert sé óeðlilegt við það. „Fyrirtæki líkt og CCP eru ákaflega mikilvæg fyrir íslenskt hagkerfi. Það má nefna sem dæmi að fyrirtækið veltir í kringum 10 milljarða og þeirra lang stærsti kostnaðarliður er launakostnaður sem allt samfélagið nýtur góðs af í gegnum launaskatta, þá sér í lagi þar sem þetta eru hálaunastörf. Svona fyrirtæki skapa líka eftirsóknarverð og alþjóðlega samkeppnishæf störf fyrir unga fólkið okkar.“ Þetta kemur fram í svari SI við fyrirspurn Vísis. Almar segir að í heild sinni velti upplýsingatækniiðnaðurinn hér á landi 80 milljörðum og vöxtur hans sé meiri en meðal hagvöxtur. „Stuðningur stjórnvalda við að skapa þessum fyrirtækjum hagstæða umgjörð skiptir miklu máli. Við þurfum fjölbreyttan iðnað á Íslandi og eigum í því samhengi ekki síst að leggja áherslu á þekkingardrifnar greinar með miklum skalanleika .“ Gjaldeyrishöflin skapa ótrúverðuga mynd Af þeim 80 milljörðum sem UT geirinn veltir segir Almar að CCP sé með nærri einn áttunda. Því sé fyrirtækið mikilvægt fyrir íslenskt hagkerfi. „Það er staðreynd sem ekki er hægt að líta fram hjá . Við eigum í mjög góðu samstarfi við stjórnvöld og finnum ekki annað en að þar sé mikill áhugi á að bæta frekar umhverfi þessara fyrirtækja.“ Þar að auki segir Almar að gjaldeyrishöftin séu truflandi og skapi ótrúverðuga mynd af Íslandi sem góðum stað fyrir þekkingarfyrirtæki. „Þess vegna er mikilvægt að höft verði afnumin hratt. Þannig höldum við mikilvægum fyrirtækjum með fjölbreytta starfsemi í landinu og sköpum grundvöll fyrir breiða flóru fjölbreyttra þekkingarfyrirtækja á Íslandi.“ Tengdar fréttir CCP eins og stór fiskur í lítilli tjörn Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, segir mikilvægt að ríghalda ekki í stórfyrirtæki þegar þau vilja flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Gjaldeyrishöft eigi ekki stóran þátt í ákvörðun. 21. maí 2015 07:00 Hluti starfsemi CCP verði fluttur úr landi Í skoðun er að flytja hluta starfsemi tölvufyrirtækisins CCP úr landi. Alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft ástæðan. Ísland mundi þó áfram gegna lykilhlutverki. 20. maí 2015 07:00 CCP tapaði níu milljörðum á síðasta ári Eigið fé félagsins neikvætt um tvo milljarða króna. 22. maí 2015 07:34 Hafa safnað tæpum 9 milljónum Spilarar EVE online hafa safnað miklu fé sem fer í neyðaraðstoð í Nepal. 15. maí 2015 09:30 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
„Við vitum ekki til þess að nokkur ákvörðun hafi verið tekin um að flytja CCP úr landi, eins og fréttir á Vísi og Fréttablaðinu gefa til kynna,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann segir að það liggi hins vegar fyrir að í alþjóðlegum fyrirtækjum sem CCP sé alltaf einhver hreyfing á einstökum hlutum starfsemi á milli landa og ekkert sé óeðlilegt við það. „Fyrirtæki líkt og CCP eru ákaflega mikilvæg fyrir íslenskt hagkerfi. Það má nefna sem dæmi að fyrirtækið veltir í kringum 10 milljarða og þeirra lang stærsti kostnaðarliður er launakostnaður sem allt samfélagið nýtur góðs af í gegnum launaskatta, þá sér í lagi þar sem þetta eru hálaunastörf. Svona fyrirtæki skapa líka eftirsóknarverð og alþjóðlega samkeppnishæf störf fyrir unga fólkið okkar.“ Þetta kemur fram í svari SI við fyrirspurn Vísis. Almar segir að í heild sinni velti upplýsingatækniiðnaðurinn hér á landi 80 milljörðum og vöxtur hans sé meiri en meðal hagvöxtur. „Stuðningur stjórnvalda við að skapa þessum fyrirtækjum hagstæða umgjörð skiptir miklu máli. Við þurfum fjölbreyttan iðnað á Íslandi og eigum í því samhengi ekki síst að leggja áherslu á þekkingardrifnar greinar með miklum skalanleika .“ Gjaldeyrishöflin skapa ótrúverðuga mynd Af þeim 80 milljörðum sem UT geirinn veltir segir Almar að CCP sé með nærri einn áttunda. Því sé fyrirtækið mikilvægt fyrir íslenskt hagkerfi. „Það er staðreynd sem ekki er hægt að líta fram hjá . Við eigum í mjög góðu samstarfi við stjórnvöld og finnum ekki annað en að þar sé mikill áhugi á að bæta frekar umhverfi þessara fyrirtækja.“ Þar að auki segir Almar að gjaldeyrishöftin séu truflandi og skapi ótrúverðuga mynd af Íslandi sem góðum stað fyrir þekkingarfyrirtæki. „Þess vegna er mikilvægt að höft verði afnumin hratt. Þannig höldum við mikilvægum fyrirtækjum með fjölbreytta starfsemi í landinu og sköpum grundvöll fyrir breiða flóru fjölbreyttra þekkingarfyrirtækja á Íslandi.“
Tengdar fréttir CCP eins og stór fiskur í lítilli tjörn Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, segir mikilvægt að ríghalda ekki í stórfyrirtæki þegar þau vilja flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Gjaldeyrishöft eigi ekki stóran þátt í ákvörðun. 21. maí 2015 07:00 Hluti starfsemi CCP verði fluttur úr landi Í skoðun er að flytja hluta starfsemi tölvufyrirtækisins CCP úr landi. Alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft ástæðan. Ísland mundi þó áfram gegna lykilhlutverki. 20. maí 2015 07:00 CCP tapaði níu milljörðum á síðasta ári Eigið fé félagsins neikvætt um tvo milljarða króna. 22. maí 2015 07:34 Hafa safnað tæpum 9 milljónum Spilarar EVE online hafa safnað miklu fé sem fer í neyðaraðstoð í Nepal. 15. maí 2015 09:30 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
CCP eins og stór fiskur í lítilli tjörn Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, segir mikilvægt að ríghalda ekki í stórfyrirtæki þegar þau vilja flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Gjaldeyrishöft eigi ekki stóran þátt í ákvörðun. 21. maí 2015 07:00
Hluti starfsemi CCP verði fluttur úr landi Í skoðun er að flytja hluta starfsemi tölvufyrirtækisins CCP úr landi. Alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft ástæðan. Ísland mundi þó áfram gegna lykilhlutverki. 20. maí 2015 07:00
CCP tapaði níu milljörðum á síðasta ári Eigið fé félagsins neikvætt um tvo milljarða króna. 22. maí 2015 07:34
Hafa safnað tæpum 9 milljónum Spilarar EVE online hafa safnað miklu fé sem fer í neyðaraðstoð í Nepal. 15. maí 2015 09:30