Sögulegir Hrútar í Cannes Hanna Björk Valsdóttir skrifar 22. maí 2015 09:31 Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson og Theódór Júlíusson stilla sér upp fyrir ljósmyndara áður en þeir halda á rauða dregilinn. Mynd/Brynjar Snær Aðalprógrammið í Cannes skiptist í tvo keppnisflokka, Un Certain Regard sem er ætlaður ungum upprennandi leikstjórum og svo keppnin um hinn eftirsótta Gullpálma. Hátíðin opnaði með frönsku myndinni Standing Tall eftir Emmanuelle Bercot, en það er í annað sinn sem keppnin opnar á mynd eftir kvenleikstjóra. Þetta árið var reynt að hafa sérstaka áherslu á kvenleikstjóra. Til dæmis hlýtur Agnes Varda heiðursverðlaun hátíðarinnar í ár og plakatið skartaði Ingrid Bergman. Tvær konur áttu mynd í keppni um Gullpálmann og fjórar konur í Un Cetrtain Regard. Kvikmyndahátíðin í Cannes er sérstakur ævintýraheimur kvikmyndanna. Þó að listrænar kvikmyndir frá öllum heimshornum séu sýndar á hátíðinni þá er Hollywood ekki langt undan í kepninni um Gullpálmann. Í ár voru það leikstjórar á borð við Todd Haynes með myndina Carol sem skartaði Cate Blanchett í aðalhlutverki og Gus Van Sant með myndina The Sea of Trees með þeim Matthew McConaughey og Naomi Watts. Það er reyndar ekki tekið út með sældinni að frumsýna í Cannes því að áhorfendur halda ekki aftur af sér þegar þeir lýsa yfir hrifningu eða vanþóknun á myndinni, þannig var Gus Van Sant myndin púuð niður og myndinni var slátrað af gagnrýnendum með 1 stjörnu dómum.Grímur leikstjóri stillir sér upp við auglýsingarspjald af sjálfum sér.GullpálminnKeppnin um Gullpálmann sem eru ein eftirsóttustu verðlaun í kvikmyndaheiminum er það sem fær mestu athyglina. Á hverju degi er ein mynd í keppni frumsýnd á rauða dreglinum. Mikil mannmergð safnast saman fyrir framan dregilin og ljósmyndarar mynda stjörnurnar í sínu fínasta pússi. Mjög strangar fatareglur eru á rauða dreglinum og er fólki miskunnarlaust vísað frá ef það uppfyllir ekki skilyrðin. Karlmenn þurfa að klæðast svörtu og kvenfólk í kvöldkjóla. Í ár varð mikið fjölmiðlafár þegar konum var vísað frá rauða dreglinum fyrir að vera ekki í hælaskóm. Þykja þessar ströngu reglur ekki vera í takt við tímann en setur vissulega svip sinn á hátíðina. Hér er meira um glamúr en gengur og gerist á kvikmyndahátíðum. Sauðkindin í CannesHrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd í höllinni Festival des Palais síðastliðinn föstudag og voru viðtökurnar gríðarlega góðar. Fólk reis á fætur og það var standandi lófaklapp sem ætlaði engan endi að taka. Það er mikill heiður að vera valinn í keppnisflokkinn Un Certain Regard og bransinn fylgist með nýjum leikstjórum sem frumsýna þar. Hrútar fjallar um bræður norður í Bárðadal sem hafa ekki talast við í 40 ár og sauðfé þeirra. Það má því segja að íslenska sauðkindin hafi sjaldan fengið jafn mikla athygli erlendis eins og undanfarna daga. Myndirnar sem frumsýndar eru í Cannes eiga síðan eftir að ferðast á kvikmyndahátíðir um allan heim. Þetta eru bestu myndir ársins.Frumsýning á Hrútum, aðstandendur myndarinnar á sviði. Grímur Hákonarson heldur ræðu og þakkar Cannes fyrir að velja myndina í keppni.Mynd/Brynjar SnærStór stund fyrir íslenska kvikmyndagerðHrútar er önnur íslensk mynd sem kemst í Un Certain Regard keppnina. Árið 1993 komst hin goðsagnakennda mynd Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson þangað. Það eru því 22 ár síðan íslensk mynd keppti í þessum virta flokki. Kvikmyndin Stormviðri eftir Sólveigu Anspach var valin í Un Certain Regard árið 2003 en hún var frönsk framleiðsla. Einnig var Dagur Kári Pétursson með dönsku myndina Voksne Mennsker árið 2005. „Það er búið að ganga rosalega vel hér í Cannes og mjög góðar viðtökur á sýningunum. Það eru bara rosalega jákvæð viðbrögð og mjög góðir dómar búnir að birtast,” segir Grímur þegar hann náði að setjast niður nokkrum dögum eftir frumsýninguna í einni af skútunni þar sem íslenski hópurinn gistir í höfninni í Cannes, sem staðsett er við hliðina á kvikmyndahöllinni. „Ég er búinn að vera stanslaust í viðtölum síðustu daga. Fólk er að hafa samband, umboðsmenn hafa áhuga á að vinna með mér. Ég geri mér enga grein fyrir hvaða þýðingu þetta hefur fyrir mig en nú er boltinn farinn að rúlla og hlutirnir að gerast af sjálfu sér. Það lítur út fyrir að Hrútar sé að fara á mjög margar kvikmyndahátíðir. Eins er strax búið að selja hana til nokkurra landa og dreifingin mun halda áfram á næstu dögum.” Fyrsti dómurinn birtist á Variety, sem er nokkurs konar Biblía kvikmyndaiðnaðarins, nokkrum klukkutímum eftir frumsýninguna, og var hann mjög jákvæður. Lofræðan hélt áfram og fleiri dómar fylgdu í kjölfarið næstu daga, hver öðrum jákvæðari. Meðal annars er tekið fram að lokasenan í myndinni sé ein sú fallegasta sem birst hafi á hvíta tjaldinu og einn gagnrýnandi segir, “hver hefði trúað að mynd kindur gæti fengið fólk til að gráta.” Myndin þykir afar mannleg og hreyfir við áhorfendum. Kvikmyndastjörnur í CannesÚtskriftarmynd Gríms frá FAMU kvikmyndaskólanum í Prag var valinn í stuttmyndaflokk hér á Cannes árið 2005, Grímur hafði því fengið smjörþefinn af því hvernig er að vera með mynd á Cannes þó að umstangið hafi verið miklu meira í þetta sinn. Grímur og hans föruneyti var sótt í drossíum út á flugvöll og síðar það kvöldið var opnunarkvöldverður þar sem Grimur fékk að vígja nýju, svörtu jakkafötin sem voru nauðsynleg fyrir hátíðina og sitja til borðs með stórstjörnum. Það var mikill spenningur í hópnum. Aðalleikarar myndarinnar þeir Theodór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson voru með í för auk fleiri sem komu að gerð myndarinnar. Þeir vöktu mikla athygli alskeggjaðir á rauða dreglinum og hlutu mikið lof fyrir leik sinn. Þeir voru einnig bókaðir í sjónvarpsviðtöl og eyddu frumsýningardeginum í blaðaviðtöl. Grímar Jónsson framleiðandi og hans fólk hafa staðið í ströngu undanfarna daga við að undirbúa frumsýninguna og frumsýningarpartýið hér í Cannes. Hér skiptir öllu máli að vera með góða kynningaraðila til að vekja athygli á sér í öllum þeim hafsjó af myndum sem eru að keppa um athygli hér. Sölufyrirtæki sér um að selja myndina og fundir eru haldnir alla daga við að koma myndinni í dreifingu á sem flesta staði í heiminum. Strax berast boð á aðrar kvikmyndahátíðir og augljóst að þessi keppni hér á Cannes gefur myndinni byr undir báða vængi.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra heimsótti hópinn þar sem hann dvaldi í höfninni í Cannes. Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson, Grímar Jónsson, Illugi og Theodór Júlíusson.Mynd/Brynjar SnærBændur á frönsku rivíerunniÁttirðu von á því að mynd um bændur í Bárðadal og íslenskt sauðfé myndi slá í gegn í Cannes?„Nei, alls ekki. Ég var ekki endilega á því að senda hana inn á Cannes af því að hún var ekki alveg tilbúin. Þetta var stuttur fyrirvari. Ég gerði mér kannski mér vonir um að hún færi á einhverjar stórar hátíðir en ég var ekki mjög fókuseraður á Cannes. Ég var meira að hugsa þessa mynd fyrir ömmu og afa,” segir Grímur og hlær. „En það var bara geggjað að fá bréfið um að myndin væri komin inn í Un Certain Regard, ég var mjög hissa. Þannig að það var bara fagnað vel og vandlega.” Það er ekki sjálfgefið að komast inn í keppnina, 4000 myndir eru sendar inn og 19 valdar úr. Hrútar er einstaklega vel gerð mynd sem snertir strengi. „Það var fimm ára vinna að gera þessa mynd. Ég skrifa þetta handrit í sumarbústað fjölskyldunnar í Flóanum með hléum í þrjú ár. Ég var ekkert að flýta mér of mikið. Meðan ég var að skrifa handritið gerði ég tvær heimildamyndir, Hvell og Hreint hjarta. Ég fer mikið út á land þegar ég er að skrifa og vinna hugmyndavinnuna. Mig langaði að gera sveitamynd. Bræðrabylta er stuttmynd sem ég gerði áður og ferðaðist um á fjölda hátíða og vann verðulaun, mig langaði að gera mynd í svipuðum anda um sveitina.” Að gefa sér tíma„Það hjálpar þessari mynd að það var fimm ára ferli að gera hana og ég lagði gríðarlega vinnu í handritið. Við höfðum líka góðan tíma í undirbúningi. Ég hitti Theódór Júlíusson tveimur árum áður en við fórum í tökur. Ég var strax sannfærður um að hann væri rétti maðurinn. Mjög fljótlega sannfærðist ég svo um að fá Sigurð Sigurjónsson í aðalhlutverkið. Það sem sannfærði mig var að horfa á Land og syni eftir Ágúst Guðmdsson þar sem hann leikur ungan bónda. Að mörgu leiti er einhver sameiginlegur tónn í Landi og sonum og Hrútum. Þá strax erum við farnir að horfa á myndir saman og lesa bækur um bændur, ég gaf þeim í jólagjöf bók sem heitir Sauðfjárrækt á Íslandi. Þannig byrjuðum við með hugmyndavinnuna. Þeir eru búnir að hafa langan tíma til að stúdera sína karaktera,” segir Grímur sem er afskaplega ánægður með alla sem komu að gerð myndarinnar. „Hópurinn hefur líka mikið að segja. Það hefur verið ákveðin gæfa í þessu verkefni og mjög góður andi í hópnum allan tímann. Það er að mörgu leiti Grímari framleiðanda að þakka, hann hefur haldið svo vel utan um þetta og við áttum mjög góð samskipti við fólkið í sveitinni og ég held að það skili sér á tjaldið.” Spennandi verður að fylgjast með verðlaunaafhendingunni sem fer fram á laugardaginn og verða Grímur og Grímar viðstaddir. Cannes lýkur svo á sunnudaginn og þá tekur við frumsýning á Íslandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Frakkar hafa nú þegar keypt dreifingarrétt á hinum íslensku Hrútum Kvikmyndin Hrútar keppir á Cannes í maí. Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, segir söluna góðs vita áður en haldið verður út. 23. apríl 2015 15:00 Skarta skeggi á rauða dreglinum - Myndaveisla Aðalleikararnir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson voru stórglæsilegir við frumsýningu Hrúta. 15. maí 2015 12:17 Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Dómar erlendu pressunnar um mynd Gríms Hákonarsonar eru afar jákvæðir. 18. maí 2015 11:15 „Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Aðalprógrammið í Cannes skiptist í tvo keppnisflokka, Un Certain Regard sem er ætlaður ungum upprennandi leikstjórum og svo keppnin um hinn eftirsótta Gullpálma. Hátíðin opnaði með frönsku myndinni Standing Tall eftir Emmanuelle Bercot, en það er í annað sinn sem keppnin opnar á mynd eftir kvenleikstjóra. Þetta árið var reynt að hafa sérstaka áherslu á kvenleikstjóra. Til dæmis hlýtur Agnes Varda heiðursverðlaun hátíðarinnar í ár og plakatið skartaði Ingrid Bergman. Tvær konur áttu mynd í keppni um Gullpálmann og fjórar konur í Un Cetrtain Regard. Kvikmyndahátíðin í Cannes er sérstakur ævintýraheimur kvikmyndanna. Þó að listrænar kvikmyndir frá öllum heimshornum séu sýndar á hátíðinni þá er Hollywood ekki langt undan í kepninni um Gullpálmann. Í ár voru það leikstjórar á borð við Todd Haynes með myndina Carol sem skartaði Cate Blanchett í aðalhlutverki og Gus Van Sant með myndina The Sea of Trees með þeim Matthew McConaughey og Naomi Watts. Það er reyndar ekki tekið út með sældinni að frumsýna í Cannes því að áhorfendur halda ekki aftur af sér þegar þeir lýsa yfir hrifningu eða vanþóknun á myndinni, þannig var Gus Van Sant myndin púuð niður og myndinni var slátrað af gagnrýnendum með 1 stjörnu dómum.Grímur leikstjóri stillir sér upp við auglýsingarspjald af sjálfum sér.GullpálminnKeppnin um Gullpálmann sem eru ein eftirsóttustu verðlaun í kvikmyndaheiminum er það sem fær mestu athyglina. Á hverju degi er ein mynd í keppni frumsýnd á rauða dreglinum. Mikil mannmergð safnast saman fyrir framan dregilin og ljósmyndarar mynda stjörnurnar í sínu fínasta pússi. Mjög strangar fatareglur eru á rauða dreglinum og er fólki miskunnarlaust vísað frá ef það uppfyllir ekki skilyrðin. Karlmenn þurfa að klæðast svörtu og kvenfólk í kvöldkjóla. Í ár varð mikið fjölmiðlafár þegar konum var vísað frá rauða dreglinum fyrir að vera ekki í hælaskóm. Þykja þessar ströngu reglur ekki vera í takt við tímann en setur vissulega svip sinn á hátíðina. Hér er meira um glamúr en gengur og gerist á kvikmyndahátíðum. Sauðkindin í CannesHrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd í höllinni Festival des Palais síðastliðinn föstudag og voru viðtökurnar gríðarlega góðar. Fólk reis á fætur og það var standandi lófaklapp sem ætlaði engan endi að taka. Það er mikill heiður að vera valinn í keppnisflokkinn Un Certain Regard og bransinn fylgist með nýjum leikstjórum sem frumsýna þar. Hrútar fjallar um bræður norður í Bárðadal sem hafa ekki talast við í 40 ár og sauðfé þeirra. Það má því segja að íslenska sauðkindin hafi sjaldan fengið jafn mikla athygli erlendis eins og undanfarna daga. Myndirnar sem frumsýndar eru í Cannes eiga síðan eftir að ferðast á kvikmyndahátíðir um allan heim. Þetta eru bestu myndir ársins.Frumsýning á Hrútum, aðstandendur myndarinnar á sviði. Grímur Hákonarson heldur ræðu og þakkar Cannes fyrir að velja myndina í keppni.Mynd/Brynjar SnærStór stund fyrir íslenska kvikmyndagerðHrútar er önnur íslensk mynd sem kemst í Un Certain Regard keppnina. Árið 1993 komst hin goðsagnakennda mynd Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson þangað. Það eru því 22 ár síðan íslensk mynd keppti í þessum virta flokki. Kvikmyndin Stormviðri eftir Sólveigu Anspach var valin í Un Certain Regard árið 2003 en hún var frönsk framleiðsla. Einnig var Dagur Kári Pétursson með dönsku myndina Voksne Mennsker árið 2005. „Það er búið að ganga rosalega vel hér í Cannes og mjög góðar viðtökur á sýningunum. Það eru bara rosalega jákvæð viðbrögð og mjög góðir dómar búnir að birtast,” segir Grímur þegar hann náði að setjast niður nokkrum dögum eftir frumsýninguna í einni af skútunni þar sem íslenski hópurinn gistir í höfninni í Cannes, sem staðsett er við hliðina á kvikmyndahöllinni. „Ég er búinn að vera stanslaust í viðtölum síðustu daga. Fólk er að hafa samband, umboðsmenn hafa áhuga á að vinna með mér. Ég geri mér enga grein fyrir hvaða þýðingu þetta hefur fyrir mig en nú er boltinn farinn að rúlla og hlutirnir að gerast af sjálfu sér. Það lítur út fyrir að Hrútar sé að fara á mjög margar kvikmyndahátíðir. Eins er strax búið að selja hana til nokkurra landa og dreifingin mun halda áfram á næstu dögum.” Fyrsti dómurinn birtist á Variety, sem er nokkurs konar Biblía kvikmyndaiðnaðarins, nokkrum klukkutímum eftir frumsýninguna, og var hann mjög jákvæður. Lofræðan hélt áfram og fleiri dómar fylgdu í kjölfarið næstu daga, hver öðrum jákvæðari. Meðal annars er tekið fram að lokasenan í myndinni sé ein sú fallegasta sem birst hafi á hvíta tjaldinu og einn gagnrýnandi segir, “hver hefði trúað að mynd kindur gæti fengið fólk til að gráta.” Myndin þykir afar mannleg og hreyfir við áhorfendum. Kvikmyndastjörnur í CannesÚtskriftarmynd Gríms frá FAMU kvikmyndaskólanum í Prag var valinn í stuttmyndaflokk hér á Cannes árið 2005, Grímur hafði því fengið smjörþefinn af því hvernig er að vera með mynd á Cannes þó að umstangið hafi verið miklu meira í þetta sinn. Grímur og hans föruneyti var sótt í drossíum út á flugvöll og síðar það kvöldið var opnunarkvöldverður þar sem Grimur fékk að vígja nýju, svörtu jakkafötin sem voru nauðsynleg fyrir hátíðina og sitja til borðs með stórstjörnum. Það var mikill spenningur í hópnum. Aðalleikarar myndarinnar þeir Theodór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson voru með í för auk fleiri sem komu að gerð myndarinnar. Þeir vöktu mikla athygli alskeggjaðir á rauða dreglinum og hlutu mikið lof fyrir leik sinn. Þeir voru einnig bókaðir í sjónvarpsviðtöl og eyddu frumsýningardeginum í blaðaviðtöl. Grímar Jónsson framleiðandi og hans fólk hafa staðið í ströngu undanfarna daga við að undirbúa frumsýninguna og frumsýningarpartýið hér í Cannes. Hér skiptir öllu máli að vera með góða kynningaraðila til að vekja athygli á sér í öllum þeim hafsjó af myndum sem eru að keppa um athygli hér. Sölufyrirtæki sér um að selja myndina og fundir eru haldnir alla daga við að koma myndinni í dreifingu á sem flesta staði í heiminum. Strax berast boð á aðrar kvikmyndahátíðir og augljóst að þessi keppni hér á Cannes gefur myndinni byr undir báða vængi.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra heimsótti hópinn þar sem hann dvaldi í höfninni í Cannes. Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson, Grímar Jónsson, Illugi og Theodór Júlíusson.Mynd/Brynjar SnærBændur á frönsku rivíerunniÁttirðu von á því að mynd um bændur í Bárðadal og íslenskt sauðfé myndi slá í gegn í Cannes?„Nei, alls ekki. Ég var ekki endilega á því að senda hana inn á Cannes af því að hún var ekki alveg tilbúin. Þetta var stuttur fyrirvari. Ég gerði mér kannski mér vonir um að hún færi á einhverjar stórar hátíðir en ég var ekki mjög fókuseraður á Cannes. Ég var meira að hugsa þessa mynd fyrir ömmu og afa,” segir Grímur og hlær. „En það var bara geggjað að fá bréfið um að myndin væri komin inn í Un Certain Regard, ég var mjög hissa. Þannig að það var bara fagnað vel og vandlega.” Það er ekki sjálfgefið að komast inn í keppnina, 4000 myndir eru sendar inn og 19 valdar úr. Hrútar er einstaklega vel gerð mynd sem snertir strengi. „Það var fimm ára vinna að gera þessa mynd. Ég skrifa þetta handrit í sumarbústað fjölskyldunnar í Flóanum með hléum í þrjú ár. Ég var ekkert að flýta mér of mikið. Meðan ég var að skrifa handritið gerði ég tvær heimildamyndir, Hvell og Hreint hjarta. Ég fer mikið út á land þegar ég er að skrifa og vinna hugmyndavinnuna. Mig langaði að gera sveitamynd. Bræðrabylta er stuttmynd sem ég gerði áður og ferðaðist um á fjölda hátíða og vann verðulaun, mig langaði að gera mynd í svipuðum anda um sveitina.” Að gefa sér tíma„Það hjálpar þessari mynd að það var fimm ára ferli að gera hana og ég lagði gríðarlega vinnu í handritið. Við höfðum líka góðan tíma í undirbúningi. Ég hitti Theódór Júlíusson tveimur árum áður en við fórum í tökur. Ég var strax sannfærður um að hann væri rétti maðurinn. Mjög fljótlega sannfærðist ég svo um að fá Sigurð Sigurjónsson í aðalhlutverkið. Það sem sannfærði mig var að horfa á Land og syni eftir Ágúst Guðmdsson þar sem hann leikur ungan bónda. Að mörgu leiti er einhver sameiginlegur tónn í Landi og sonum og Hrútum. Þá strax erum við farnir að horfa á myndir saman og lesa bækur um bændur, ég gaf þeim í jólagjöf bók sem heitir Sauðfjárrækt á Íslandi. Þannig byrjuðum við með hugmyndavinnuna. Þeir eru búnir að hafa langan tíma til að stúdera sína karaktera,” segir Grímur sem er afskaplega ánægður með alla sem komu að gerð myndarinnar. „Hópurinn hefur líka mikið að segja. Það hefur verið ákveðin gæfa í þessu verkefni og mjög góður andi í hópnum allan tímann. Það er að mörgu leiti Grímari framleiðanda að þakka, hann hefur haldið svo vel utan um þetta og við áttum mjög góð samskipti við fólkið í sveitinni og ég held að það skili sér á tjaldið.” Spennandi verður að fylgjast með verðlaunaafhendingunni sem fer fram á laugardaginn og verða Grímur og Grímar viðstaddir. Cannes lýkur svo á sunnudaginn og þá tekur við frumsýning á Íslandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Frakkar hafa nú þegar keypt dreifingarrétt á hinum íslensku Hrútum Kvikmyndin Hrútar keppir á Cannes í maí. Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, segir söluna góðs vita áður en haldið verður út. 23. apríl 2015 15:00 Skarta skeggi á rauða dreglinum - Myndaveisla Aðalleikararnir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson voru stórglæsilegir við frumsýningu Hrúta. 15. maí 2015 12:17 Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Dómar erlendu pressunnar um mynd Gríms Hákonarsonar eru afar jákvæðir. 18. maí 2015 11:15 „Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Frakkar hafa nú þegar keypt dreifingarrétt á hinum íslensku Hrútum Kvikmyndin Hrútar keppir á Cannes í maí. Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, segir söluna góðs vita áður en haldið verður út. 23. apríl 2015 15:00
Skarta skeggi á rauða dreglinum - Myndaveisla Aðalleikararnir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson voru stórglæsilegir við frumsýningu Hrúta. 15. maí 2015 12:17
Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Dómar erlendu pressunnar um mynd Gríms Hákonarsonar eru afar jákvæðir. 18. maí 2015 11:15
„Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07