Hópurinn The BBQ Pit Boys kynnir til sögunnar magnaðan borgara sem kallast Beer Can Bacon Burger.
Borgarinn er ekki fyrir hjartveika, grænmetisætur eða kalóríulögguna eins og segir í lýsingunni. Hann er aðeins fyrir þá allra hörðustu.
Um er að ræða beikonvafinn risahamborgara, fylltur með grilluðum lauk, sveppum, grænum og rauðum pipar, tómötum, chili , beikonkurli, Roast beef og piparosti.
Hér að neðan má sjá myndskeið um gerð borgarans.
Matur