Fær 16 milljarða fyrir 3 ára samning Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2015 08:42 Lewis Hamilton er með forystu í Formúlu 1 keppni ársins. Lewis Hamilton skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Mercedes Benz í Formúlu 1. Hann mun aka bílum þeirra næstu 3 tímabil. Lewis Hamilton er nú með ágæta forystu í keppni þeirra bestu og ef hann vinnur á þessu tímabili yrði það í þriðja skiptið sem hann hampar titlinum, eða jafn oft og Ayrton Senna gerði á sínum tíma. Hamilton ætti að eiga fyrir salti í grautinn eftir þessi þrjú ár en samningurinn tryggir honum 40 milljónir dollarar á ári, eða 15,85 milljarða króna á samningstímanum. Hann fær nú 31 milljónir dollara á ári frá Mercedes Benz og því er þessi nýi samningur nokkru stærri þó flestir hefðu unað við þann fyrri. Auk þess hefur Hamilton fengið bónusa fyrir hvern sigur og heildarsigur í keppninni. Hamilton vann fyrst Formúlu 1 keppnina árið 2008 og svo aftur í fyrra. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent
Lewis Hamilton skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Mercedes Benz í Formúlu 1. Hann mun aka bílum þeirra næstu 3 tímabil. Lewis Hamilton er nú með ágæta forystu í keppni þeirra bestu og ef hann vinnur á þessu tímabili yrði það í þriðja skiptið sem hann hampar titlinum, eða jafn oft og Ayrton Senna gerði á sínum tíma. Hamilton ætti að eiga fyrir salti í grautinn eftir þessi þrjú ár en samningurinn tryggir honum 40 milljónir dollarar á ári, eða 15,85 milljarða króna á samningstímanum. Hann fær nú 31 milljónir dollara á ári frá Mercedes Benz og því er þessi nýi samningur nokkru stærri þó flestir hefðu unað við þann fyrri. Auk þess hefur Hamilton fengið bónusa fyrir hvern sigur og heildarsigur í keppninni. Hamilton vann fyrst Formúlu 1 keppnina árið 2008 og svo aftur í fyrra.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent