Velgengni Hrúta heldur áfram: Dómnefndarverðlaun og áhorfendaverðlaun í Rúmeníu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júní 2015 21:21 Grímar Jónsson er framleiðandi myndarinnar og Grímur Hákonarson leikstýrir henni. Mynd/Vísir Kvikmyndin Hrútar vann til tveggja verðlauna á TIFF eða Transilvania International Film Festival í kvöld. Kvikmyndin var eina myndin sem vann til verðlauna í tveimur flokkum. Hrútar hlaut sérstök dómnefndarverðlaun og einnig áheyrendaverðlaunin. Velgengni Hrúta heldur því áfram en myndin hlaut nýlega verðlaun í Cannes. Sigurvegari dómnefndarverðlaunanna fær í verðlaun 1500 evrur sem eru 220 þúsund íslenskar krónur. Hátíðin sem kennd er við Transylvaníu er yfirleitt haldin í borginni Cluj í Rúmeníu og er á vegum kvikmyndamiðstöðvarinnar þar í landi en TIFF er fyrsta alþjóðlega kvikmyndahátíðin í landinu. „Já þetta var tvöfaldur sigur. Við fengum bæði áhorfendaverðlaunin og síðan svona special jury prize. Það er skemmtilegt að bæði dómnefndin var að fíla myndina og líka fólkið sem kom í bíó. Það er kannski sigurinn í þessu. Myndin höfðar greinilega til almennings en líka til þessa bransaliðs ef svo má kalla,“ segir Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar. En Vísir náði tali af honum í miðju kvöldverðarboði sem var haldið beint í kjölfar lokahátíðarinnar í kvöld. Hann segir Rúmena vera góða gestgjafa og að þeir kunni að halda uppi skemmtuninniTheódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson leika fúllynda bræður.Mynd/Brynjar SnærEn af hverju ætli Hrútar höfði til svo breiðs áhorfendahóps? „Ætli Hrútar nái því ekki að vera bæði skemmtileg en líka listræn og djúp. Hún nær kannski bara öllum skalanum. Ég hugsa að það sé þannig að svona myndir sem vinna áhorfendaverðlaun séu svona myndir sem eru skemmtilegar.“ Hann segir að það séu þau skilaboð sem aðstandendur kvikmyndarinnar hafi verið að fá frá því á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Hún getur bæði getur unnið þessi virtu verðlaun en hún selst svo vel líka. Sem er kannski eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi, oft er þetta annaðhvort eða. En hún virðist ná til beggja aðila.“ Tólf kvikmyndir kepptu til verðlauna á hátíðinni og þar af voru tvær íslenskar myndir. Auk Hrúta keppti París Norðursins. Transilvania Trophy eða Verðlaunabikar Transylvaníu-hátíðarinnar hlaut argentísk mynd sem heitir El Inciendo eða Eldurinn. Myndin fékk verðlaunafé upp á rúmlega tvær milljónir og tvö hundruð þúsund krónur. Grímur, leikstjóri, hyggst halda með Hrúta á fleiri kvikmyndahátíðir á árinu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hrútar vinna til Un Certain Regard verðlaunanna á Cannes Fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem vinnur til verðlauna á hátíðinni. 23. maí 2015 17:49 Hrútar frumsýnd á Íslandi í kvöld Verðlaunamyndin Hrútar verður frumsýnd hér á landi norður í Reykjadal í kvöld. Stöð tvö hitti sigurreifa menn á Reykjavíkurflugvelli í dag. 25. maí 2015 19:30 Vinna Hrútar til verðlauna í Cannes í kvöld? Úrslitin á kvikmyndahátíðinni í Cannes verða kunngjörð í kvöld og kemur þá í ljós hvort Hrútar vinni til verðlauna í Un Certain Regard hluta keppninnar. 23. maí 2015 10:02 Létu alla gesti Háskólabíós jarma Í gærkvöldið var slegið heimsmet í jarmi þegar íslenska verðlaunamyndin Hrútar var frumsýnd í Háskólabíói. 28. maí 2015 11:00 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndin Hrútar vann til tveggja verðlauna á TIFF eða Transilvania International Film Festival í kvöld. Kvikmyndin var eina myndin sem vann til verðlauna í tveimur flokkum. Hrútar hlaut sérstök dómnefndarverðlaun og einnig áheyrendaverðlaunin. Velgengni Hrúta heldur því áfram en myndin hlaut nýlega verðlaun í Cannes. Sigurvegari dómnefndarverðlaunanna fær í verðlaun 1500 evrur sem eru 220 þúsund íslenskar krónur. Hátíðin sem kennd er við Transylvaníu er yfirleitt haldin í borginni Cluj í Rúmeníu og er á vegum kvikmyndamiðstöðvarinnar þar í landi en TIFF er fyrsta alþjóðlega kvikmyndahátíðin í landinu. „Já þetta var tvöfaldur sigur. Við fengum bæði áhorfendaverðlaunin og síðan svona special jury prize. Það er skemmtilegt að bæði dómnefndin var að fíla myndina og líka fólkið sem kom í bíó. Það er kannski sigurinn í þessu. Myndin höfðar greinilega til almennings en líka til þessa bransaliðs ef svo má kalla,“ segir Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar. En Vísir náði tali af honum í miðju kvöldverðarboði sem var haldið beint í kjölfar lokahátíðarinnar í kvöld. Hann segir Rúmena vera góða gestgjafa og að þeir kunni að halda uppi skemmtuninniTheódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson leika fúllynda bræður.Mynd/Brynjar SnærEn af hverju ætli Hrútar höfði til svo breiðs áhorfendahóps? „Ætli Hrútar nái því ekki að vera bæði skemmtileg en líka listræn og djúp. Hún nær kannski bara öllum skalanum. Ég hugsa að það sé þannig að svona myndir sem vinna áhorfendaverðlaun séu svona myndir sem eru skemmtilegar.“ Hann segir að það séu þau skilaboð sem aðstandendur kvikmyndarinnar hafi verið að fá frá því á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Hún getur bæði getur unnið þessi virtu verðlaun en hún selst svo vel líka. Sem er kannski eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi, oft er þetta annaðhvort eða. En hún virðist ná til beggja aðila.“ Tólf kvikmyndir kepptu til verðlauna á hátíðinni og þar af voru tvær íslenskar myndir. Auk Hrúta keppti París Norðursins. Transilvania Trophy eða Verðlaunabikar Transylvaníu-hátíðarinnar hlaut argentísk mynd sem heitir El Inciendo eða Eldurinn. Myndin fékk verðlaunafé upp á rúmlega tvær milljónir og tvö hundruð þúsund krónur. Grímur, leikstjóri, hyggst halda með Hrúta á fleiri kvikmyndahátíðir á árinu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hrútar vinna til Un Certain Regard verðlaunanna á Cannes Fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem vinnur til verðlauna á hátíðinni. 23. maí 2015 17:49 Hrútar frumsýnd á Íslandi í kvöld Verðlaunamyndin Hrútar verður frumsýnd hér á landi norður í Reykjadal í kvöld. Stöð tvö hitti sigurreifa menn á Reykjavíkurflugvelli í dag. 25. maí 2015 19:30 Vinna Hrútar til verðlauna í Cannes í kvöld? Úrslitin á kvikmyndahátíðinni í Cannes verða kunngjörð í kvöld og kemur þá í ljós hvort Hrútar vinni til verðlauna í Un Certain Regard hluta keppninnar. 23. maí 2015 10:02 Létu alla gesti Háskólabíós jarma Í gærkvöldið var slegið heimsmet í jarmi þegar íslenska verðlaunamyndin Hrútar var frumsýnd í Háskólabíói. 28. maí 2015 11:00 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hrútar vinna til Un Certain Regard verðlaunanna á Cannes Fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem vinnur til verðlauna á hátíðinni. 23. maí 2015 17:49
Hrútar frumsýnd á Íslandi í kvöld Verðlaunamyndin Hrútar verður frumsýnd hér á landi norður í Reykjadal í kvöld. Stöð tvö hitti sigurreifa menn á Reykjavíkurflugvelli í dag. 25. maí 2015 19:30
Vinna Hrútar til verðlauna í Cannes í kvöld? Úrslitin á kvikmyndahátíðinni í Cannes verða kunngjörð í kvöld og kemur þá í ljós hvort Hrútar vinni til verðlauna í Un Certain Regard hluta keppninnar. 23. maí 2015 10:02
Létu alla gesti Háskólabíós jarma Í gærkvöldið var slegið heimsmet í jarmi þegar íslenska verðlaunamyndin Hrútar var frumsýnd í Háskólabíói. 28. maí 2015 11:00