Framtíðin á kostaverði Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2015 11:06 Smár og snaggaralegur lúxusbíll með krafta í kögglum og ótrúlega ljúfur í akstri. Audi A3 E-Tron. Reynsluakstur – Audi A3 E-Tron Að eiga fallegan lúxusbíl er gaman. Að eiga bíl sem gengur fyrir rafmagni er gaman. Að eiga öflugan bíl er gaman. Að spara megnið af því fé sem nú fer í eldsneyti er gaman. Því hlýtur því að vera gaman að eiga Audi A3 E-Tron og það merkilega er að það kostar minna en flestir myndu áætla. Audi A3 E-Tron er nýkominn til landsins, en hann er fyrsti bíll Audi sem bæði er með bensínvél og Plug-In-Hybrid búnaði. Þessum bíl hefur verið tekið með kostum um allan heim og við reynsluakstur hans kemur það ekki mikið á óvart. Þarna er kominn frábær akstursbíll með mikið afl sem afar ódýrt er að reka. Hann kostar 5.190.000 krónur og er því sáralítið dýrari en ódýrasta gerð Audi A3 með 125 hestafla vél og beinskiptur, en hann kostar 4.740.000 kr. Merkilegt er að A3 E-Tron er ódýrari en 150 hestafla A3 með sömu vélinni og fylgir E-Tron bílnum, en án rafmagnsmótoranna. Sá kostar 5.380.000 kr. Það sem útskýrir þetta lága verð á Audi A3 E-Tron er að hann fellur í flokk vörugjaldslausra bíla vegna sáralítillar koltvísýringsmengunar, eða 35 g/km af CO2.Snöggur en eyðir aðeins 1,5 lítra Audi A3 E-Tron er með 1,4 lítra bensínvél með forþjöppu og orkar hún ein 150 hestöfl. Þessi smáa en aflmikla vél er aðeins 100 kíló og smíðuð úr áli. Er hún gott dæmi um það hve Audi hefur gengið langt í því að halda þessum bíl eins léttum og mögulegt er. Rafmótor bílsins vegur einnig óvenju lítið, eða 34 kíló. Hann er 99 hestöfl, en þegar þessar aflrásir eru lagðar saman skila þær 204 hestöflum. Það er býsna mikið fyrir ekki stærri bíl, enda er hann aðeins 7,6 sekúndur í 100 km hraða. Hámarkshraðinn er heldur ekki slorlegur, eða 222 km/klst. Uppgefin eldsneytiseyðsla bílsins er 1,5 lítrar, en hægðarleikur er að láta þennan bíl eyða nær aldrei bensíni þar sem hann kemst 50 fyrstu kílómetrana á rafmagninu eingöngu og fæstir aka meira en það á dag. Við vélbúnaðinn er tengd hin frábæra DSG sjálfskipting Audi með töfaldri skiptingu og eins og í öðrum bílum Audi er hún einfaldlega alltaf í réttum gír. Allur þessi flotti búnaður í Audi A3 E-Tron hlýtur samt að vigta eitthvað og víst er það svo. Hann slagar hátt í 1.550 kíló, en strippaðasta gerð A3 vegur ríflega 1.200 kíló.Lipur í akstri og langdrægur Fyrir þessari þyngd ætti að finnast í akstri, en það er svo merkilegt hvað bíllinn virðist samt léttur í spori, þökk sé miklu aflinu og stífri fjöðrun sem eykur stöðugleika hans á vegi. Jafn gott er að aka þessari gerð A3 og öðrum gerðum og allt þetta afl kemur svo sem skemmtileg viðbót. Ótrúlega ljúft er að aka honum hljóðlausum á rafmagninu og það má gera allt uppí 130 km hraða, en fyrir ofan það kemur bensínvélin inn. Stjórna má því hvort bíllinn ekur um aðeins á rafmagninu eða með hjálp bensínvélarinnar, spara rafmagnið til frekari átaka eða spara bensínið sem mest, enda er það hagkvæmast. Staðsetning rafmagnsinnstungunnar er skemmtileg, eða undir Audi fjórhringjamerkinu á grilli bílsins. Fellur það til hliðar þegar hlaða á en innstungan sést ekki annars. Það er líka gott að hafa innstunguna að framan þar sem sem flestir leggja bílnum með nefið að bílskúrnum eða glugganum sem rafmagnssnúran er tekin frá. Það tekur 3 klukkustundir og 45 mínútur að fullhlaða rafhlöður bílsins og 2:15 ef um iðnaðarhleðslu er að ræða. Eldsneytistankurinn er 40 lítrar og með þessu er hægt að aka bílnum 940 kílómetra og það myndi því kosta um 9.000 krónur að aka svo langa leið, en enn minna ef bíllinn væri reglulega hlaðinn rafmagni á leiðinni.Troðinn búnaði og á góðu verði Audi A3 E-Tron er jafn huggulega búinn og hann er fríður að utan. Innréttingar Audi er kunnar fyrir fegurð og það á einnig við hér. Leðursætin eru frábær með mjóbaksstuðningi og bíllinn er troðinn tæknibúnaði. Uppúr mælaborði hans sprettur upp 7 tommu skjár með leiðsögukerfi, aksturstölvu, og þar er stjórnað góðu hljóðkerfi bílsins með 10 hátölurum og tvöfaldri miðstöð. Allar tengingar í nútímabílum eru til staðar, blátannarbúnaður og tengi fyrir USB og Iphone. Hiti er í framsætum, skynjari á loftþrýstingi hjólbarða, ljósa- og regnskynjari, Start/Stop búnaður, rafdrifin handbremsa og miklu fleira sem búast má við í bíl frá Audi. Helsti ókostur þessa bíls er lítið skottrými, eða aðeins 280 lítrar. Erfitt er að bera þennan bíl saman við samkeppnina, en nærtækast era ð bera hann við systurbíl sinn, Volkswagen Golf GTE, sem er einnig Plug-In-Hybrid bíll, en stutt er í komu hans til landsins og má búast við að hann verði verðlagður aðeins undir Audi A3 E-Tron. Í raun væri eðlilegra að bera hann saman við BMW i3 en alls óvíst era ð BL muni selja hann hér á landi og verð hans því óljóst. En eins og sagði hér að ofan er þessi nýi Audi A3 E-Tron á ferlega góðu verði ef hann er borinn saman við aðrar gerðir Audi A3 bílsins.Kostir: Mikið afl, lítil eyðsla, lágt verðÓkostir: Lítið skottrými 1,4 l. bensínvél + rafmótor, 204 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 1,5 l./100 km í bl. akstri Mengun: 35 g/km CO2 Hröðun: 7,6 sek. Hámarkshraði: 222 km/klst Verð frá: 5.190.000 kr. Umboð: HeklaRafhlöðurnar duga til 50 kílómetra aksturs.Alltaf fallegar innréttingar í Audi bílum.Eini ókostur bílsins er lítið skottrými en ekki er hægt að kvarta yfir góðri opnuninni og aðgengi fyrir vikið. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent
Reynsluakstur – Audi A3 E-Tron Að eiga fallegan lúxusbíl er gaman. Að eiga bíl sem gengur fyrir rafmagni er gaman. Að eiga öflugan bíl er gaman. Að spara megnið af því fé sem nú fer í eldsneyti er gaman. Því hlýtur því að vera gaman að eiga Audi A3 E-Tron og það merkilega er að það kostar minna en flestir myndu áætla. Audi A3 E-Tron er nýkominn til landsins, en hann er fyrsti bíll Audi sem bæði er með bensínvél og Plug-In-Hybrid búnaði. Þessum bíl hefur verið tekið með kostum um allan heim og við reynsluakstur hans kemur það ekki mikið á óvart. Þarna er kominn frábær akstursbíll með mikið afl sem afar ódýrt er að reka. Hann kostar 5.190.000 krónur og er því sáralítið dýrari en ódýrasta gerð Audi A3 með 125 hestafla vél og beinskiptur, en hann kostar 4.740.000 kr. Merkilegt er að A3 E-Tron er ódýrari en 150 hestafla A3 með sömu vélinni og fylgir E-Tron bílnum, en án rafmagnsmótoranna. Sá kostar 5.380.000 kr. Það sem útskýrir þetta lága verð á Audi A3 E-Tron er að hann fellur í flokk vörugjaldslausra bíla vegna sáralítillar koltvísýringsmengunar, eða 35 g/km af CO2.Snöggur en eyðir aðeins 1,5 lítra Audi A3 E-Tron er með 1,4 lítra bensínvél með forþjöppu og orkar hún ein 150 hestöfl. Þessi smáa en aflmikla vél er aðeins 100 kíló og smíðuð úr áli. Er hún gott dæmi um það hve Audi hefur gengið langt í því að halda þessum bíl eins léttum og mögulegt er. Rafmótor bílsins vegur einnig óvenju lítið, eða 34 kíló. Hann er 99 hestöfl, en þegar þessar aflrásir eru lagðar saman skila þær 204 hestöflum. Það er býsna mikið fyrir ekki stærri bíl, enda er hann aðeins 7,6 sekúndur í 100 km hraða. Hámarkshraðinn er heldur ekki slorlegur, eða 222 km/klst. Uppgefin eldsneytiseyðsla bílsins er 1,5 lítrar, en hægðarleikur er að láta þennan bíl eyða nær aldrei bensíni þar sem hann kemst 50 fyrstu kílómetrana á rafmagninu eingöngu og fæstir aka meira en það á dag. Við vélbúnaðinn er tengd hin frábæra DSG sjálfskipting Audi með töfaldri skiptingu og eins og í öðrum bílum Audi er hún einfaldlega alltaf í réttum gír. Allur þessi flotti búnaður í Audi A3 E-Tron hlýtur samt að vigta eitthvað og víst er það svo. Hann slagar hátt í 1.550 kíló, en strippaðasta gerð A3 vegur ríflega 1.200 kíló.Lipur í akstri og langdrægur Fyrir þessari þyngd ætti að finnast í akstri, en það er svo merkilegt hvað bíllinn virðist samt léttur í spori, þökk sé miklu aflinu og stífri fjöðrun sem eykur stöðugleika hans á vegi. Jafn gott er að aka þessari gerð A3 og öðrum gerðum og allt þetta afl kemur svo sem skemmtileg viðbót. Ótrúlega ljúft er að aka honum hljóðlausum á rafmagninu og það má gera allt uppí 130 km hraða, en fyrir ofan það kemur bensínvélin inn. Stjórna má því hvort bíllinn ekur um aðeins á rafmagninu eða með hjálp bensínvélarinnar, spara rafmagnið til frekari átaka eða spara bensínið sem mest, enda er það hagkvæmast. Staðsetning rafmagnsinnstungunnar er skemmtileg, eða undir Audi fjórhringjamerkinu á grilli bílsins. Fellur það til hliðar þegar hlaða á en innstungan sést ekki annars. Það er líka gott að hafa innstunguna að framan þar sem sem flestir leggja bílnum með nefið að bílskúrnum eða glugganum sem rafmagnssnúran er tekin frá. Það tekur 3 klukkustundir og 45 mínútur að fullhlaða rafhlöður bílsins og 2:15 ef um iðnaðarhleðslu er að ræða. Eldsneytistankurinn er 40 lítrar og með þessu er hægt að aka bílnum 940 kílómetra og það myndi því kosta um 9.000 krónur að aka svo langa leið, en enn minna ef bíllinn væri reglulega hlaðinn rafmagni á leiðinni.Troðinn búnaði og á góðu verði Audi A3 E-Tron er jafn huggulega búinn og hann er fríður að utan. Innréttingar Audi er kunnar fyrir fegurð og það á einnig við hér. Leðursætin eru frábær með mjóbaksstuðningi og bíllinn er troðinn tæknibúnaði. Uppúr mælaborði hans sprettur upp 7 tommu skjár með leiðsögukerfi, aksturstölvu, og þar er stjórnað góðu hljóðkerfi bílsins með 10 hátölurum og tvöfaldri miðstöð. Allar tengingar í nútímabílum eru til staðar, blátannarbúnaður og tengi fyrir USB og Iphone. Hiti er í framsætum, skynjari á loftþrýstingi hjólbarða, ljósa- og regnskynjari, Start/Stop búnaður, rafdrifin handbremsa og miklu fleira sem búast má við í bíl frá Audi. Helsti ókostur þessa bíls er lítið skottrými, eða aðeins 280 lítrar. Erfitt er að bera þennan bíl saman við samkeppnina, en nærtækast era ð bera hann við systurbíl sinn, Volkswagen Golf GTE, sem er einnig Plug-In-Hybrid bíll, en stutt er í komu hans til landsins og má búast við að hann verði verðlagður aðeins undir Audi A3 E-Tron. Í raun væri eðlilegra að bera hann saman við BMW i3 en alls óvíst era ð BL muni selja hann hér á landi og verð hans því óljóst. En eins og sagði hér að ofan er þessi nýi Audi A3 E-Tron á ferlega góðu verði ef hann er borinn saman við aðrar gerðir Audi A3 bílsins.Kostir: Mikið afl, lítil eyðsla, lágt verðÓkostir: Lítið skottrými 1,4 l. bensínvél + rafmótor, 204 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 1,5 l./100 km í bl. akstri Mengun: 35 g/km CO2 Hröðun: 7,6 sek. Hámarkshraði: 222 km/klst Verð frá: 5.190.000 kr. Umboð: HeklaRafhlöðurnar duga til 50 kílómetra aksturs.Alltaf fallegar innréttingar í Audi bílum.Eini ókostur bílsins er lítið skottrými en ekki er hægt að kvarta yfir góðri opnuninni og aðgengi fyrir vikið.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent