Boxster og Cayman með 4 strokka á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2015 08:39 Porsche Boxster og Cayman eru minnstu framleiðslubílar Porsche. Porsche mun hefja sölu á Boxster og Cayman bílum sínum með fjögurra strokka vélar um mitt næsta ár. Í dag eru þeir með 6 strokka vélar en Porsche, eins og margur annar bílaframleiðandinn, er að fækka strokkum og minnka sprengirými í bílum sínum, en þó ekki á kostnað aflsins. Þessar 4 strokka vélar verða allt að 395 hestöfl, en engin gerð Boxster né Cayman nær nú þeirri hestaflatölu. Það að 4 strokka vélar séu að finna í Porsche bílum er þó ekki nýlunda því í dag má fá Macan jepplinginn með 4 strokka vél í Kína og Bretlandi, en aðeins á þeim tveimur mörkuðum. Forstjóri Porsche, Matthias Müller var spurður að því nýlega hvort búast mætti við að sjá 4 strokka vélar í fleiri bílgerðum Porsche. Hann taldi það ekki ósennilegt, en í fyrstu ætlaði fyrirtækið að sjá hvernig þessum nýju Porsche Boxster og Cayman yrði tekið með þessum vélum. Hann vildi ekki láta uppi með hve stórt sprengirými þessar vélar yrðu, en það verður væntanlega annaðhvort 2,0 eða 2,5 lítra og hugsanlega bæði. Porsche á eldri sögu í framleiðslu fjögurra strokka véla, en fyrirtækið seldi bíla með slíkum vélum á árunum 1948 til 1995. Strokkar þeirra voru þverstæðir og flatir frá 1948 til 1976, en svo sem flatar línuvélar frá 1976 til 1995. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Porsche mun hefja sölu á Boxster og Cayman bílum sínum með fjögurra strokka vélar um mitt næsta ár. Í dag eru þeir með 6 strokka vélar en Porsche, eins og margur annar bílaframleiðandinn, er að fækka strokkum og minnka sprengirými í bílum sínum, en þó ekki á kostnað aflsins. Þessar 4 strokka vélar verða allt að 395 hestöfl, en engin gerð Boxster né Cayman nær nú þeirri hestaflatölu. Það að 4 strokka vélar séu að finna í Porsche bílum er þó ekki nýlunda því í dag má fá Macan jepplinginn með 4 strokka vél í Kína og Bretlandi, en aðeins á þeim tveimur mörkuðum. Forstjóri Porsche, Matthias Müller var spurður að því nýlega hvort búast mætti við að sjá 4 strokka vélar í fleiri bílgerðum Porsche. Hann taldi það ekki ósennilegt, en í fyrstu ætlaði fyrirtækið að sjá hvernig þessum nýju Porsche Boxster og Cayman yrði tekið með þessum vélum. Hann vildi ekki láta uppi með hve stórt sprengirými þessar vélar yrðu, en það verður væntanlega annaðhvort 2,0 eða 2,5 lítra og hugsanlega bæði. Porsche á eldri sögu í framleiðslu fjögurra strokka véla, en fyrirtækið seldi bíla með slíkum vélum á árunum 1948 til 1995. Strokkar þeirra voru þverstæðir og flatir frá 1948 til 1976, en svo sem flatar línuvélar frá 1976 til 1995.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent