Dave Grohl fótbrotnaði á tónleikum Foo Fighters í gær Orri Freyr Rúnarsson skrifar 13. júní 2015 11:24 Dave Grohl lét fótbrot ekki stöðva sig http://consequenceofsound.net/ Dave Grohl, söngvari og gítarleikari bandarísku rokksveitarinnar Foo Fighters, fótbrotnaði á tónleikum hljómsveitarinnar í Gautaborg í gærkvöldi. Hljómsveitin er á miðju tónleikaferðalagi þessa daganna og á tónleikum þeirra í Gautaborg í gær féll Grohl fram af sviðinu með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Þetta gerðist á meðan hljómsveitin spilaði lagið Monkey Wrench en það var einungis annað lag tónleikanna. Stutt hlé var gert á tónleikunum eftir að söngvarinn féll niður en skömmu síðar tilkynnti hann áhorfendum að hann hefði að öllum líkindum fótbrotnað. Hann sagðist því næst ætla upp á spítala til að fá viðeigandi læknisaðstoð en lofaði áhorfendum að hann myndi snúa aftur. Á meðan að Grohl var á spítala hélt hljómsveitin þó áfram að spila og trommarinn Taylor Hawkins sá um að syngja þekktar rokkábreiður.Dave Grohl stóð við orð sín og eftir að gert hafði verið að sárum hans mætti hann aftur á svið og fékk sér sæti á stól og var hann þá með löppina í gipsi. Þannig kláraði Grohl tónleikana. Enn á þó eftir að koma í ljós hvað hljómsveitin gerir varðandi tónleika sína á næstunni en fyrirhugaðir eru nokkrir risatónleikar með Foo Fighters á næstu vikum.Thank you Gothenburg. That was amazing.Posted by Foo Fighters on Friday, 12 June 2015 Harmageddon Mest lesið „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Leoncie loksins komin heim Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon
Dave Grohl, söngvari og gítarleikari bandarísku rokksveitarinnar Foo Fighters, fótbrotnaði á tónleikum hljómsveitarinnar í Gautaborg í gærkvöldi. Hljómsveitin er á miðju tónleikaferðalagi þessa daganna og á tónleikum þeirra í Gautaborg í gær féll Grohl fram af sviðinu með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Þetta gerðist á meðan hljómsveitin spilaði lagið Monkey Wrench en það var einungis annað lag tónleikanna. Stutt hlé var gert á tónleikunum eftir að söngvarinn féll niður en skömmu síðar tilkynnti hann áhorfendum að hann hefði að öllum líkindum fótbrotnað. Hann sagðist því næst ætla upp á spítala til að fá viðeigandi læknisaðstoð en lofaði áhorfendum að hann myndi snúa aftur. Á meðan að Grohl var á spítala hélt hljómsveitin þó áfram að spila og trommarinn Taylor Hawkins sá um að syngja þekktar rokkábreiður.Dave Grohl stóð við orð sín og eftir að gert hafði verið að sárum hans mætti hann aftur á svið og fékk sér sæti á stól og var hann þá með löppina í gipsi. Þannig kláraði Grohl tónleikana. Enn á þó eftir að koma í ljós hvað hljómsveitin gerir varðandi tónleika sína á næstunni en fyrirhugaðir eru nokkrir risatónleikar með Foo Fighters á næstu vikum.Thank you Gothenburg. That was amazing.Posted by Foo Fighters on Friday, 12 June 2015
Harmageddon Mest lesið „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Leoncie loksins komin heim Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon