Stærsti hrygningarstofn þorsks síðan árið 1962 Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2015 21:00 Hrygningarstofn þorsks, mikilvægasta nytjafisks þjóðarinnar, hefur ekki mælst stærri á Íslandsmiðum í 53 ár og ýsan er að rétta úr kútnum. Hafrannsóknastofnun leggur til kvótaaukningu sem gæti aukið útflutningsverðmæti um sextán milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Nú höfum við ekki lengur bara orð sjómannanna fyrir því að fiskimiðin séu full af golþorski. Línuritin sem forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, Jóhann Sigurjónsson, sýndi fréttamönnum í dag gefa sömu mynd og eru sannarlega uppörvandi. „Heilt yfir litið þá er ástand okkar mikilvægustu nytjastofna gott,“ segir Jóhann. Gleðilegustu tíðindin eru af þorskinum, verðmætasta fiskistofni Íslendinga. Línuritið, sem sjá má hér að neðan, sýnir að hrygningarstofninn hefur ekki verið stærri í hálfa öld, raunar þarf að fara aftur til ársins 1962 til að finna dæmi um svo sterkan stofn. „Það sýnir borðleggjandi hvað í raun og veru aðhaldssöm fiskveiðistefna og hófsöm, -eigum við að segja síðastliðin átta ár, - hefur gefið okkur gríðarlega markverðan árangur,“ segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.Ástand helstu nytjastofna er gott, að mati Hafrannsóknarstofnunar.Vísir/GVAStofnunin leggur því til að þorskkvótinn verði aukinn úr 216 þúsund tonnum upp í 239 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári eða um 23 þúsund tonn. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna dæmi um svo mikinn þorskkvóta. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að þetta þýði fimmtán milljarða króna aukningu gjaldeyristekna af þorski. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra þakkar þetta ábyrgri fiskveiðistjórn. „Við erum að byggja upp stofnana, ólíkt mörgum öðrum svæðum, og þessi sjálfbærni og ábyrgð sem við sýnum við stýringu veiðanna, hún skilar sér og það er auðvitað ánægjulegt,“ segir ráðherrann. Jákvæð tíðindi berast einnig af ýsunni. Loksins kom sterkur ýsuárgangur eftir sex lélega árganga í röð. Þar er því lögð til kvótaaukning, sem gæti þýtt tólfhundruð milljóna króna verðmætaaukningu af ýsu, ofan á búbótina í þorskinum. „Þetta er í það minnsta mjög jákvæð viðbót inn í það góða hagvaxtartímabil sem við erum inni í í augnablikinu,“ segir Sigurður Ingi.Grafík/Tótla Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Hrygningarstofn þorsks, mikilvægasta nytjafisks þjóðarinnar, hefur ekki mælst stærri á Íslandsmiðum í 53 ár og ýsan er að rétta úr kútnum. Hafrannsóknastofnun leggur til kvótaaukningu sem gæti aukið útflutningsverðmæti um sextán milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Nú höfum við ekki lengur bara orð sjómannanna fyrir því að fiskimiðin séu full af golþorski. Línuritin sem forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, Jóhann Sigurjónsson, sýndi fréttamönnum í dag gefa sömu mynd og eru sannarlega uppörvandi. „Heilt yfir litið þá er ástand okkar mikilvægustu nytjastofna gott,“ segir Jóhann. Gleðilegustu tíðindin eru af þorskinum, verðmætasta fiskistofni Íslendinga. Línuritið, sem sjá má hér að neðan, sýnir að hrygningarstofninn hefur ekki verið stærri í hálfa öld, raunar þarf að fara aftur til ársins 1962 til að finna dæmi um svo sterkan stofn. „Það sýnir borðleggjandi hvað í raun og veru aðhaldssöm fiskveiðistefna og hófsöm, -eigum við að segja síðastliðin átta ár, - hefur gefið okkur gríðarlega markverðan árangur,“ segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.Ástand helstu nytjastofna er gott, að mati Hafrannsóknarstofnunar.Vísir/GVAStofnunin leggur því til að þorskkvótinn verði aukinn úr 216 þúsund tonnum upp í 239 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári eða um 23 þúsund tonn. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna dæmi um svo mikinn þorskkvóta. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að þetta þýði fimmtán milljarða króna aukningu gjaldeyristekna af þorski. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra þakkar þetta ábyrgri fiskveiðistjórn. „Við erum að byggja upp stofnana, ólíkt mörgum öðrum svæðum, og þessi sjálfbærni og ábyrgð sem við sýnum við stýringu veiðanna, hún skilar sér og það er auðvitað ánægjulegt,“ segir ráðherrann. Jákvæð tíðindi berast einnig af ýsunni. Loksins kom sterkur ýsuárgangur eftir sex lélega árganga í röð. Þar er því lögð til kvótaaukning, sem gæti þýtt tólfhundruð milljóna króna verðmætaaukningu af ýsu, ofan á búbótina í þorskinum. „Þetta er í það minnsta mjög jákvæð viðbót inn í það góða hagvaxtartímabil sem við erum inni í í augnablikinu,“ segir Sigurður Ingi.Grafík/Tótla
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira