Seðlabankinn varar ríkisstjórnina við of mikilli útgjaldaukningu ingvar haraldsson skrifar 10. júní 2015 11:02 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabankans varar stjórnvöld við því að skapa of mikla þenslu í hagkerfinu með vexti ríkisútgjalda. Verði það raunin gæti Seðlabankinn þurft að bregðast við. Í yfirlýsingu er bent á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum séu ófjármagnaðar og munu auka ríkisútgjöld og draga úr skatttekjum. Þær muni að öðru óbreyttu í draga úr aðhaldi í ríkisfjármálum. Tekjur ríkisins af nauðasamningum slitabúa föllnu bankanna gætu numið 500 til 700 milljörðum króna að mati Sigurðar Hannessonar, varaformanns framkvæmdahóps um afnám hafa, líkt og fram kom í Markaðnum í dag. Seðlabankinn varar við því að því fé verði með þeim hætti að það muni auka á spennu í þjóðarbúskapnum með því að virkja peningamagn sem hingað til hafi verið óvirkt. „Peningastefnunefndin mun fylgjast grannt með framvindunni og grípa til viðeigandi aðgerða til mótvægis ef þörf krefur,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði þó á fundi þar sem vaxtákvörðun nefndarinnar var rökstudd að ekki væri ástæða til að ætla annað en að það fé sem kynni að falla ríkissjóði í skaut við losun hafta yrði nýtt til að grynnka á skuldum ríkisins. Engu síður myndi Seðlabankinn fylgjast vel með þróun mála áfram. Óákveðið hve mikið verður hækkað næst Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í 5 prósent í morgun. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kom einnig fram að von væri á frekari vaxtahækkunum í ágúst og á næstu misserum til að viðhalda verðstöðugleika. Már sagði á fundi að hve miklar hækkanirnar yrðu og á hvaða tímapunkti þær kæmu fram myndi m.a. velt á að hve miklu leyti launahækkanir í nýlegum kjarasamningum myndu skila sér út í verðlag og hve miklar launahækkanir yrði samið um í kjaraviðræðum sem enn standa yfir. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans varar stjórnvöld við því að skapa of mikla þenslu í hagkerfinu með vexti ríkisútgjalda. Verði það raunin gæti Seðlabankinn þurft að bregðast við. Í yfirlýsingu er bent á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum séu ófjármagnaðar og munu auka ríkisútgjöld og draga úr skatttekjum. Þær muni að öðru óbreyttu í draga úr aðhaldi í ríkisfjármálum. Tekjur ríkisins af nauðasamningum slitabúa föllnu bankanna gætu numið 500 til 700 milljörðum króna að mati Sigurðar Hannessonar, varaformanns framkvæmdahóps um afnám hafa, líkt og fram kom í Markaðnum í dag. Seðlabankinn varar við því að því fé verði með þeim hætti að það muni auka á spennu í þjóðarbúskapnum með því að virkja peningamagn sem hingað til hafi verið óvirkt. „Peningastefnunefndin mun fylgjast grannt með framvindunni og grípa til viðeigandi aðgerða til mótvægis ef þörf krefur,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði þó á fundi þar sem vaxtákvörðun nefndarinnar var rökstudd að ekki væri ástæða til að ætla annað en að það fé sem kynni að falla ríkissjóði í skaut við losun hafta yrði nýtt til að grynnka á skuldum ríkisins. Engu síður myndi Seðlabankinn fylgjast vel með þróun mála áfram. Óákveðið hve mikið verður hækkað næst Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í 5 prósent í morgun. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kom einnig fram að von væri á frekari vaxtahækkunum í ágúst og á næstu misserum til að viðhalda verðstöðugleika. Már sagði á fundi að hve miklar hækkanirnar yrðu og á hvaða tímapunkti þær kæmu fram myndi m.a. velt á að hve miklu leyti launahækkanir í nýlegum kjarasamningum myndu skila sér út í verðlag og hve miklar launahækkanir yrði samið um í kjaraviðræðum sem enn standa yfir.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira