46,4 milljarða króna tekjuafgangur af ríkissjóði Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2015 17:14 Vísir/ANton Brink Tekjuafgangur ríkissjóðs á liðnu ári nam 46,4 milljörðum króna sem er betri afkoma en gert var ráð fyrir. Mestu munaði um tekjur af bankaskattinum svokallaða og háum arðgreiðslum, meðal annars frá Landsbankanum. Gjöld ríkissjóðs voru þá einnig umfram heimildir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lánamálum ríkisins. Tekjur ríkissjóðs á árinu 2014 námu 688,9 milljörðum króna og jafngildir það 34,6 prósent af landsframleiðslu ársins. Meðalvísitala neysluverðs hækkaði um 2,0 prósent á milli áranna 2013 og 2014, þannig að tekjurnar hækkuðu um 14,2 prósent að raungildi á milli ára.Hér má sjá hvernig tekjur ríkissjóðs skiptust árið 2014. Virðisaukaskattur skilaði inn mestu.Gjöld ríkissjóðs á árinu 2014 voru að fjárhæð 642,3 milljarða króna en það er um 12,7 milljörðum króna undir heildarfjárheimildum ársins sem nemur 1,9 prósentum. Ríkisútgjöld síðasta árs voru umfram heimildir fjárlaga en voru samþykkt með fjáraukalögum sem fólu í sér hækkun að fjárhæð 30,2 milljarða. Hækkunin skýrist í aðalatriðum af fimm þáttum: a) 16,0 milljörðum króna vegna flýtingar á niðurfærslu verðtryggðra húsnæðisskulda; b) 4,8 milljörðum króna vegna hækkaðra lífeyrisgreiðslna og samninga um yfirtöku lífeyrisskuldbindinga af hjúkrunarheimilum; c) 3,3 milljörðum króna vegna hækkunar á fjármagnskostnaði ríkissjóðs frá áætlun; d) 2,8 milljörðum króna vegna fjármagnstekjuskatts af auknum arðgreiðslum til ríkissjóðs; e) 1,8 milljörðum króna vegna endurmats á útgjöldum almannatrygginga og sjúkratrygginga.Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga, velferðamála og menntamála námu 51.8 prósent af gjöldum ríkisjóðsMismunur á tekjum og gjöldum ríkissjóðs á liðnu ári reiknast því um 46,4 milljarðar króna, samanborið við 0,7 milljarða króna tekjuhalla árið áður. Mest hækkun er í tekjum af gjöldum á bankastarfsemi en tekjur af bankaskattinum svokallaða námu 36,5 milljörðum króna árinu 2014 samanborið við 3,6 milljarða króna árið 2013. Lögum um skattinn var breytt á árinu 2013 en það fól í sér hækkun skatthlutfallsins og útvíkkun skattstofnsins. Þær ráðstafanir voru hluti af aðgerðum stjórnvalda í tengslum við niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðisskuldum heimila. Þá skilaði auðlegðarskatturinn, sem reiknast af eignum umfram 100 milljónir króna í tilfelli hjóna og umfram 75 milljónir króna hjá einstaklingi, 10.8 milljörðum króna í ríkiskassann á síðasta ári. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Tekjuafgangur ríkissjóðs á liðnu ári nam 46,4 milljörðum króna sem er betri afkoma en gert var ráð fyrir. Mestu munaði um tekjur af bankaskattinum svokallaða og háum arðgreiðslum, meðal annars frá Landsbankanum. Gjöld ríkissjóðs voru þá einnig umfram heimildir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lánamálum ríkisins. Tekjur ríkissjóðs á árinu 2014 námu 688,9 milljörðum króna og jafngildir það 34,6 prósent af landsframleiðslu ársins. Meðalvísitala neysluverðs hækkaði um 2,0 prósent á milli áranna 2013 og 2014, þannig að tekjurnar hækkuðu um 14,2 prósent að raungildi á milli ára.Hér má sjá hvernig tekjur ríkissjóðs skiptust árið 2014. Virðisaukaskattur skilaði inn mestu.Gjöld ríkissjóðs á árinu 2014 voru að fjárhæð 642,3 milljarða króna en það er um 12,7 milljörðum króna undir heildarfjárheimildum ársins sem nemur 1,9 prósentum. Ríkisútgjöld síðasta árs voru umfram heimildir fjárlaga en voru samþykkt með fjáraukalögum sem fólu í sér hækkun að fjárhæð 30,2 milljarða. Hækkunin skýrist í aðalatriðum af fimm þáttum: a) 16,0 milljörðum króna vegna flýtingar á niðurfærslu verðtryggðra húsnæðisskulda; b) 4,8 milljörðum króna vegna hækkaðra lífeyrisgreiðslna og samninga um yfirtöku lífeyrisskuldbindinga af hjúkrunarheimilum; c) 3,3 milljörðum króna vegna hækkunar á fjármagnskostnaði ríkissjóðs frá áætlun; d) 2,8 milljörðum króna vegna fjármagnstekjuskatts af auknum arðgreiðslum til ríkissjóðs; e) 1,8 milljörðum króna vegna endurmats á útgjöldum almannatrygginga og sjúkratrygginga.Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga, velferðamála og menntamála námu 51.8 prósent af gjöldum ríkisjóðsMismunur á tekjum og gjöldum ríkissjóðs á liðnu ári reiknast því um 46,4 milljarðar króna, samanborið við 0,7 milljarða króna tekjuhalla árið áður. Mest hækkun er í tekjum af gjöldum á bankastarfsemi en tekjur af bankaskattinum svokallaða námu 36,5 milljörðum króna árinu 2014 samanborið við 3,6 milljarða króna árið 2013. Lögum um skattinn var breytt á árinu 2013 en það fól í sér hækkun skatthlutfallsins og útvíkkun skattstofnsins. Þær ráðstafanir voru hluti af aðgerðum stjórnvalda í tengslum við niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðisskuldum heimila. Þá skilaði auðlegðarskatturinn, sem reiknast af eignum umfram 100 milljónir króna í tilfelli hjóna og umfram 75 milljónir króna hjá einstaklingi, 10.8 milljörðum króna í ríkiskassann á síðasta ári.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira