Afnema Bandaríkin 25% innflutningsskatt á erlenda pallbíla? Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2015 15:29 Toyota Hilux árgerð 2016. Með viðskiptasamningi Bandaríkjanna við Evrópu og löndin sem liggja að Kyrrahafinu (Transatlantic Trade og Trans-Pacific Partnership) verða yfirvöld í Bandaríkjunum að afnema þann 25% innflutningsskatt sem lengi hefur verið við lýði á erlendum pallbílum. Það gæti þýtt að bílar eins og Toyota Hilux og Volkswagen Amarok gætu farið að seljast eins og heitar lummur þar vestra. Bandaríkjamenn hafa hingað til valið pallbíla frá eigin landi og það í stórum stíl, en smærri pallbílar framleiddir í öðrum löndum hafa verið á háu verði sökum skattsins. Þessi skattur hefur af gárungunum oftast verið kallaður „chicken tax“. Ef af verður skapar þetta mikinn vanda fyrir Ford, GM og Chrysler sem framleitt hafa ógnarmagn af sínum pallbílum á undanförnum áratugum, en búast má við því að margir muni frekar velja sér minni pallbíla á lægra verði. Það mun koma í ljós hvort þessi samningur verður samþykktur á bandaríska þinginu í haust og þá þurfa bandarísku framleiðendurnir að fara að brýna klærnar. Fram að því munu þeir örugglega tala fyrir því að þessi skattur verði ekki afnuminn, að minnsta kosti ekki í einni svipan. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent
Með viðskiptasamningi Bandaríkjanna við Evrópu og löndin sem liggja að Kyrrahafinu (Transatlantic Trade og Trans-Pacific Partnership) verða yfirvöld í Bandaríkjunum að afnema þann 25% innflutningsskatt sem lengi hefur verið við lýði á erlendum pallbílum. Það gæti þýtt að bílar eins og Toyota Hilux og Volkswagen Amarok gætu farið að seljast eins og heitar lummur þar vestra. Bandaríkjamenn hafa hingað til valið pallbíla frá eigin landi og það í stórum stíl, en smærri pallbílar framleiddir í öðrum löndum hafa verið á háu verði sökum skattsins. Þessi skattur hefur af gárungunum oftast verið kallaður „chicken tax“. Ef af verður skapar þetta mikinn vanda fyrir Ford, GM og Chrysler sem framleitt hafa ógnarmagn af sínum pallbílum á undanförnum áratugum, en búast má við því að margir muni frekar velja sér minni pallbíla á lægra verði. Það mun koma í ljós hvort þessi samningur verður samþykktur á bandaríska þinginu í haust og þá þurfa bandarísku framleiðendurnir að fara að brýna klærnar. Fram að því munu þeir örugglega tala fyrir því að þessi skattur verði ekki afnuminn, að minnsta kosti ekki í einni svipan.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent