Bílaframleiðendur vilja 5 ára frestun mengunarviðmiða Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2015 13:40 Mengunarviðmið sem bílaframleiðendum eru sett verða sífellt lægri. Líkt og við mátti búast var ekki lengi að bíða viðbragða bílaframleiðenda við væntanlegri lagasetningu Evrópusambandsins um mengunarviðmið. Hugmyndir Evrópusambandsins voru að setja afar ströng viðmið, á bilinu 68 til 78 g af CO2 fyrir árið 2025. Nú þegar eru í gildi lög sem setur bílaframleiðendum þau mörk að meðalmengun bíla þeirra sé ekki hærri en 95 g af CO2 árið 2021. Á síðasta ári var þetta viðmið 123 g. Samtök bílaframleiðenda, ACEA, segir að enginn möguleiki sé á því að bílaframleiðendur geti hlýtt svo miklum takmörkunum eftir 10 ár og því biðja þau um 5 ára lengri aðlögunartíma, þ.e. til ársins 2030. Eftir að bílaframleiðendur hafa minnkað mengun bíla sinna um 34% á síðustu 20 árum, segjast þau nú að nálgast það sem mögulegt er í þessum fræðum og erfiðara og erfiðara sé að minnka enn meira mengun þeirra. Ennfremur segja bílaframleiðendur að hinar núgildandi ströngu mengunarviðmiðanir kosti þá um 1.000 evrur á hvern bíl og þetta komi mjög mikið niður á þeim sem framleiða ódýrari magnsölubíla og því gætu ákvarðanir frá Brussel riðið þeim að fullu. Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent
Líkt og við mátti búast var ekki lengi að bíða viðbragða bílaframleiðenda við væntanlegri lagasetningu Evrópusambandsins um mengunarviðmið. Hugmyndir Evrópusambandsins voru að setja afar ströng viðmið, á bilinu 68 til 78 g af CO2 fyrir árið 2025. Nú þegar eru í gildi lög sem setur bílaframleiðendum þau mörk að meðalmengun bíla þeirra sé ekki hærri en 95 g af CO2 árið 2021. Á síðasta ári var þetta viðmið 123 g. Samtök bílaframleiðenda, ACEA, segir að enginn möguleiki sé á því að bílaframleiðendur geti hlýtt svo miklum takmörkunum eftir 10 ár og því biðja þau um 5 ára lengri aðlögunartíma, þ.e. til ársins 2030. Eftir að bílaframleiðendur hafa minnkað mengun bíla sinna um 34% á síðustu 20 árum, segjast þau nú að nálgast það sem mögulegt er í þessum fræðum og erfiðara og erfiðara sé að minnka enn meira mengun þeirra. Ennfremur segja bílaframleiðendur að hinar núgildandi ströngu mengunarviðmiðanir kosti þá um 1.000 evrur á hvern bíl og þetta komi mjög mikið niður á þeim sem framleiða ódýrari magnsölubíla og því gætu ákvarðanir frá Brussel riðið þeim að fullu.
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent