Volkswagen mun framleiða röð ódýrra bíla í Kína Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2015 11:27 Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen. Í viðtali við þýskt dagblað lét forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, hafa eftir sér um helgina að fyrirtækið áformaði að framleiða röð ódýrra bíla í Kína. Bílar þessir eiga að kosta 8.000-11.000 evrur, eða frá 1,2 til 1,6 milljónir króna. Volkswagen hefur lengi haft þau áform að smíða þar ódýra bíla og upphaflega áttu þeir að kosta á bilinu 6.000-8.000 evrur en svo virðist að það hafi ekki verið gerlegt. Fyrstu bílarnir líta dagsins ljós árið 2018, en í upphafi stendur til að smíða jeppling, hlaðbak og „sedan“-bíl. Ekki er loku fyrir það skotið að þessu ódýru bílar verði boðnir á fleiri mörkuðum en í Kína, að sögn forstjórans og hann segir að þessi ákvörðun sé mjög mikilvæg fyrir framtíðaráform Volkswagen. Eitt af framtíðaráformum Volkswagen er að vera stærsti bílaframleiðandi heims og ef til vill er þetta stór liður í því markmiði. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Í viðtali við þýskt dagblað lét forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, hafa eftir sér um helgina að fyrirtækið áformaði að framleiða röð ódýrra bíla í Kína. Bílar þessir eiga að kosta 8.000-11.000 evrur, eða frá 1,2 til 1,6 milljónir króna. Volkswagen hefur lengi haft þau áform að smíða þar ódýra bíla og upphaflega áttu þeir að kosta á bilinu 6.000-8.000 evrur en svo virðist að það hafi ekki verið gerlegt. Fyrstu bílarnir líta dagsins ljós árið 2018, en í upphafi stendur til að smíða jeppling, hlaðbak og „sedan“-bíl. Ekki er loku fyrir það skotið að þessu ódýru bílar verði boðnir á fleiri mörkuðum en í Kína, að sögn forstjórans og hann segir að þessi ákvörðun sé mjög mikilvæg fyrir framtíðaráform Volkswagen. Eitt af framtíðaráformum Volkswagen er að vera stærsti bílaframleiðandi heims og ef til vill er þetta stór liður í því markmiði.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent